Fara í efni
Umræðan

Blak: KA vann Þrótt í toppslagnum

KA tyllti sér á toppinn í Unbroken-deild karla í blaki með sigri á Reykjavíkur-Þrótturum. Mynd: FB-síða KA.

KA lagði topplið Þróttar úr Reykjavík að velli í efstu deild karla í blaki, Unbrokendeildinni, í KA-heimilinu í gær. Lokatölur urðu 3:1 og með sigrinum náði KA forystunni í deildinni af Þrótturum en lítið ber þó á milli efstu fjögurra liðanna.

Þróttarar byrjuðu leikinn þó betur og voru með forystuna framan af fyrstu hrinu. Þá hrukku KA-menn í gang, unnu upp forskotið og sigldu framúr. Fyrsta hrinan endaði 25:20 fyrir KA og með auðveldum 25:15 sigri í næstu hrinu var staðan orðin vænleg fyrir heimamenn. Þróttur hélt sér inni í leiknum með naumum 25:23 sigri í jafnri þriðju hrinu en KA tryggði sér 3:1 sigur með 25:21 sigri í fjórðu hrinunni.

Sigurinn þýðir að KA skaust á topp deildarinnar, þar sem Þróttarar voru fyrir. Stutt er þó á milli efstu fjögurra liðanna og þau hafa að auki leikið mismarga leiki. Næsti leikur KA er á Ísafirði gegn Vestra, þann 17. janúar.

Staðan í Unbrokendeild karla

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00