Íshokkí og blak og karfa í upphafi árs
Íþróttalífið er að jafnaði rólegt yfir hátíðarnar fyrir utan hittinga og skemmtimót þar sem eldri og yngri, núverandi og fyrrverandi leikmenn koma saman og keppa og hafa gaman. Engir meistaraflokksleikir hafa verið á dagskrá frá 21. desember og fyrsta íþróttafólkið til að skella sér í gallana er íshokkífólk.
Tveir leikir eru á dagskrá á laugardag og tveir á sunnudag. Annars vegar eru það Jötnar, U22-lið SA, og hins vegar kvennalið SA sem hefja íþróttaárið. Þá er einnig á dagskrá blakleikur karla á sunnudag.
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR - íshokkí
Jötnar og Húnar mætast aftur og aftur í B-hluta Toppdeildar karla í íshokkí, eftir að hafa tekið einfalda umferð með meistaraflokksliðunum í forkeppni deildarinnar í haust. Ungmennalið SA og Fjölnis, Jötnar og Húnar, hafa nú þegar mæst fjórum sinnum í B-hluta deildarinnar. Jötnar hafa unnið þrjá leiki og Húnar einn. Óhætt er að lofa fjöri því mikið hefur verið skorað af mörkum í leikjunum fjórum sem lokið er.
- Toppdeild karla í íshokkí, B-hluti
Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
Jötnar - Húnar
- - -
Kvennalið SA og Fjölnis mætast tvívegis í Toppdeildinni í íshokkí um helgina, að loknum leikjum U22 liðanna á laugardag og sunnudagsmorguninn. SA hefur átt mjög góðu gengi að fagna það sem af er tímabili og er liðið í toppsætinu með 21 stig eftir átta umferðir, hefur unnið alla átta leiki sína, þar af þrjá í framlengingu, og aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum átta. Fjölnir er í botnsætinu með eitt stig.
- Toppdeild kvenna í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
SA - Fjölnir
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR - íshokkí, blak, körfubolti
Morgunstund gefur gull í mund á líklega vel við sunnudaginn 4. janúar því seinni leikur Jötna og Húna í B-hluta Toppdeildarinnar í íshokkí hefst kl. 7:45. Að viðbættum tíma fyrir undirbúning og upphitun má segja að dagurinn hefjist ansi snemma hjá keppendum og starfsfólki í kringum leikinn.
- Toppdeild karla í íshokkí, B-hluti
Skautahöllin á Akureyri kl. 07:45
Jötnar - Húnar
- - -
Seinni leikur kvennaliða SA og Fjölnis er á dagskrá á sunnudagsmorguninn, að loknum leik Jötna og Húna.
- Toppdeild kvenna í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 10:30
SA - Fjölnir
- - -
Fyrsti blakleikur ársins er á dagskrá á sunnudag þegar KA fær topplið Þróttar í heimsókn norður.
KA er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 12 leiki, en Þróttur í toppsætinu með 30 stig eftir 13 leiki. Keppni á toppi Unbroken-deildarinnar er jöfn og spennandi því á milli þessara liða eru Hamar og Aftureldiing í 2. og 3. sætinu með 29 stig.
- Unbroken-deild karla í blaki
KA-heimilið kl. 14
KA - Þróttur R.
- - -
Karlalið Þórs í körfuknattleik hefur leik á nýju ári strax á sunnudag. Á dagskrá er heimsókn til Hornafjarðar þar sem Þórsarar mæta Sindra í fyrsta leik sínum á nýju ári. Sindri er á toppi deildarinnar þegar hún er hálfnuð. Hornfirðingar hafa unnið níu leiki af 11. Þórsarar eru í 10. sæti, unnu þrjá leiki í fyrri hlutanum. Sindri vann fyrri leik liðanna á Akureyri í byrjun október með 20 stiga, 112-82.
- 1. deild karla í körfuknattleik, 12. umferð
Hornafjörður kl. 19:15
Sindri - Þór
Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!
Listin að vera ósammála
Flugþróunarsjóður efldur
Makríllinn vannýttur