Ofurhelgi í íshokkí og ýmislegt fleira
Íþróttafólkið byrjar árið af krafti, íshokkí, körfubolti og blak að baki fyrstu helgi ársins og fram undan eru fjölmargir kappleikir, meðal annars önnur Ofurhelgi ÍHÍ í Toppdeild karla í íshokkí, þar sem karlaliðin þrjú mætast í Skautahöllinni á Akureyri á föstudag, laugardag og sunnudag. Kvennalið Akureyrar í handboltanum, KA/Þór, keyrir af stað um komandi helgi eftir jólafrí, en karlaliðin eru í löngu leikjahléi vegna Evrópumótsins.
Þá eru á dagskrá fjölmargir leikir í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu, en hér skal áréttað eins og áður að tímasetningar eru birtar með fyrirvara því breytingar á leikjadagskránni eru tíðar.
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR - körfubolti, fótbolti
Kvennalið Þórs í körfuknattleik mætir til leiks á miðvikudag eftir jólafrí og sækir B-lið Stjörnunnar heim í Garðabæinn. Þór hefur unnið alla níu leiki sína til þessa og fer nú af stað í seinni umferð deildarinnar. Stjarnan b vann einn leik í fyrri umferð mótsins. Þór vann fyrri leik liðanna þegar þau mættust á Akureyri í október með 67 stiga mun, 112-45.
- 1. deild kvenna í körfuknattleik
Garðabær kl. 18:15
Stjarnan b - Þór
- - -
Keppni í riðlunum í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu er langt komin, tveir leikir eftir í hvorum riðli, og klárast riðlarnir um komandi helgi.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 20:30
KA2 - Magni
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR - íshokkí, fótbolti
Kvennalið SA í íshokkí hefur í nógu að snúast í upphafi árs og strax fimmtudaginn 8. janúar er komið að þriðja leik liðsins á árinu og um leið þriðja leik liðsins gegn Fjölni á innan við viku. Í þetta skiptið sækja SA-konur Fjölni heim í Egilshöllina á fimmtudag.
- Toppdeild kvenna í íshokkí
Egilshöll kl. 19:45
Fjölnir - SA
- - -
Áfram er leikið í Kjarnafæðimótinu, leikur í B-deildinni á dagskrá á fimmtudag.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Greifavöllur kl. 20
Hamrarnir - Þór3
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR - fótbolti, körfubolti, íshokkí
Áfram er leikið í Kjarnafæðimótinu, leikur í B-deildinni á dagskrá á föstudag.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Greifavöllur kl. 18
KA3 - Tindastóll
- - -
Karlalið Þórs í körfunni byrjar árið á tveimur útileikjum og komið að heimsókn í Kópavoginn á föstudagskvöld. Árið byrjar bratt því eftir heimsókn til toppliðs Sindra á Hornafirði í fyrsta leik ársins sækja Þórsarar liðið í 3. sæti deildarinnar heim á föstudagskvöld. Breiðablik vann níu leiki í fyrri hluta deildarinnar, eins og Sindri og Höttur, en tapaði fyrsta leik sínum á nýju ári og er nú einum sigri á eftir Sindra og Hetti.
- 1. deild karla í körfuknattleik, 13. umferð
Smárinn í Kópavogi kl. 19:15
Breiðablik - Þór
- - -
Íshokkísambandið bryddaði upp á þeirri skemmtilegu nýjung í haust að setja á þrjár svokallaðar Ofurhelgar í Toppdeild karla í íshokkí. Meistaraflokksliðin þrjú mætast þá sömu helgina á sama stað, fyrst í Egilshöllinni í haust og um komandi helgi er komið að Akureyringum að vera gestgjafar. SA mætir Fjölni í fyrsta leik Ofurhelgarinnar á föstudagskvöld.
- Toppdeild karla í íshokkí, Ofurhelgi 2
Skautahöllin á Akureyri kl. 19:45
SA - Fjölnir
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR - fótbolti, handbolti, íshokkí
Línur eru að skýrast í riðlunum í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Húsavíkurvöllur kl. 12
Völsungur - KA
- - -
Annar leikur Þórs/KA í kvennadeild Kjarnafæðimótsins er settur á Húsavíkurvöll kl. 14:30 á laugardag.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, Kvennadeild
Húsavíkurvöllur kl. 14:30
Völsungur - Þór/KA
- - -
Áfram er leikið í B-deild karla í Kjarnafæðimótinu um komandi helgi.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Boginn kl. 15
KA4 - Höttur
- - -
KA/Þór keyrir handboltaárið í gang um komandi helgi og tekur á móti ÍR í 12. umferð Olísdeildarinnar. KA/Þór er í 6. sæti deildarinnar með níu stig eftir fyrstu 11 umferðinar, en ÍR er í 3. sætinu með 14 stig. Fyrri leikur liðanna í deildinni endaði með eins marks sigri ÍR, 30-29, í Breiðholtinu í byrjun október.
- Olísdeild kvenna í handknattleik, 12. umferð
KA-heimilið kl. 16
KA/Þór - ÍR
- - -
Áfram heldur Ofurhelgin í íshokkíinu og á laugardag mætast Reykjavíkurliðin tvö í Skautahöllinni á Akureyri. Ofurhelgarnar eru settar þannig upp að gestgjafarnir hverju sinni eiga frídag á milli leikjanna, spila á föstudegi og sunnudegi, en gestaliðin spila annars vegar á föstudegi/laugardegi og hins vegar á laugardegi/sunnudegi.
- Toppdeild karla í íshokkí, Ofurhelgi 2
Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
SR - Fjölnir
- - -
Línur skýrast í riðlakeppni A-deildar karla í Kjarnafæðimótinu um komandi helgi.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 17
Þór - KFA
SUNNUDAGUR 11. JANÚAR - fótbolti, íshokkí
Lokaleikur í riðlakeppni A-deildar karla í Kjarnafæðimótinu eru á dagskrá á sunnudag og verður þá endanlega ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 15
Þór2 - Dalvík
- - -
Þriðji og síðasti leikur Ofurhelgarinnar er á dagskrá síðdegis á sunnudag með toppslag SA og SR.
- Toppdeild karla í íshokkí, Ofurhelgi 2
Skautahöllin á Akureyri kl. 18:45
SA - SR
Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!
Listin að vera ósammála
Flugþróunarsjóður efldur