Fara í efni
Umræðan

Fyrsta Þórsmark Arons og sætið tryggt

Aron Einar Gunnarsson, lengst til vinstri, fagnar í dag ásamt Ingimari Arnari Kristjánssyni (23) eftir að hann skoraði úr víti. Vítið var dæmt þegar dómarinn taldi brotið á Ingimari. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar halda sæti sínu í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Það er ljóst eftir að þeir sigruðu lið Dalvíkur/Reynis 2:0 á heimavelli í dag í næst síðustu umferðinni. 

Leikurinn var sögulegur að því leyti að Aron Einar Gunnarsson skoraði í fyrsta sinn fyrir meistaraflokk Þórs. Hann gerði fyrra mark liðsins eftir tæplega hálftíma leik úr vítaspyrnu.

Framherjinn Rafael Victor, sem kom af varamannabekknum þegar 20 mínútur voru eftir, sem gulltryggði sigur Þórsara með marki undir lokin.

Aron Einar tók þátt í 15 leikjum með Þór í deildar- og bikarkeppni árin 2005 og 2006,  16 og ára 17 ára gamall, áður en hann hélt í víking og lék sem atvinnumaður í Hollandi, Englandi og Katar allt þar til á þessu ári. Hann sneri heim á ný í sumar og viðureignin við Dalvík/Reyni í dag var sjötti leikur hans með Þór í Lengjudeildinni í sumar.

Síðasta umferð deildarinnar fer fram um næstu helgi og þá sækja Þórsarar lið Gróttu heim á Seltjarnarnes. Grótta tapaði í dag fyrir ÍR og er þar með fallin úr deildinni.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Meira síðar í dag

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00