Fara í efni
Umræðan

Fyrsta farþegaskipið við Torfunefsbryggju

Mynd: Þorgeir Baldursson

Fyrsta farþegaskipið lagðist að hinni nýju Torfunefsbryggju um klukkan 22 í gærkvöldi, hið franska Le Champlain, og setur það óneitanlega mikinn svip á miðbæinn. Um borð er rými fyrir 120 farþega og 112 eru í áhöfn.

Bryggjan var formlega tekin í notkun á miðvikudaginn þegar togarinn Björg EA lagðist þar að. Gert ráð fyrir að „minni skemmtiferðaskip“ leggist alls níu sinnum til viðbótar að Torfunefsbryggju í ár, þar af Le Champlain tvisvar í næsta mánuði. Önnur skip verða við Torfunef þrisvar í ágúst, jafn oft í september og einu sinni í október.

Le Champlain er um 130 metra langt og segja má að það smellpassi við Torfunefsbryggjuna. Áætluð brottför er klukkan 16 í dag.

Með því að smella hér má sjá hvað vefmyndavél skipsins býður upp á hverju sinni. Íbúar Akureyrar, og vitaskuld margir aðrir, kannast vel við útsýni dagsins.

Með hjartað á réttum stað! Umtalaðasta tákn vikunnar á Akureyri, rauða hjartað í götuvitanum, tók vel á móti Le Champlain í gærkvöldi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Mynd: Þorgeir Baldursson

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50