Fara í efni
Umræðan

Fyrsta farþegaskipið við Torfunefsbryggju

Mynd: Þorgeir Baldursson

Fyrsta farþegaskipið lagðist að hinni nýju Torfunefsbryggju um klukkan 22 í gærkvöldi, hið franska Le Champlain, og setur það óneitanlega mikinn svip á miðbæinn. Um borð er rými fyrir 120 farþega og 112 eru í áhöfn.

Bryggjan var formlega tekin í notkun á miðvikudaginn þegar togarinn Björg EA lagðist þar að. Gert ráð fyrir að „minni skemmtiferðaskip“ leggist alls níu sinnum til viðbótar að Torfunefsbryggju í ár, þar af Le Champlain tvisvar í næsta mánuði. Önnur skip verða við Torfunef þrisvar í ágúst, jafn oft í september og einu sinni í október.

Le Champlain er um 130 metra langt og segja má að það smellpassi við Torfunefsbryggjuna. Áætluð brottför er klukkan 16 í dag.

Með því að smella hér má sjá hvað vefmyndavél skipsins býður upp á hverju sinni. Íbúar Akureyrar, og vitaskuld margir aðrir, kannast vel við útsýni dagsins.

Með hjartað á réttum stað! Umtalaðasta tákn vikunnar á Akureyri, rauða hjartað í götuvitanum, tók vel á móti Le Champlain í gærkvöldi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Mynd: Þorgeir Baldursson

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00