Fara í efni
Umræðan

Meira fyrir minna

Innviðaráðherra hélt upplýsandi fund þann 12. ágúst sl. á Hótel KEA á Akureyri og var það ekki síst fyrir þær fjölmörgu ábendingar og fyrirspurnir sem komu frá fundargestum, m.a. sveitarstjórnarmönnum og sérfræðingum Háskólans á Akureyri.
 
Það eru nokkur mál sem ég mun taka sérstaklega upp við flokksbróður minn, innviðaráðherrann, sem snúa að því að skoða með hraði mál sem kosta lítið en geta breytt miklu. Frá sveitarstjórnarmönnum kom ábending um að hægt væri að koma verulega á móts við samgönguþarfir dreifbýlisins og hjólreiðafólks í Dalvíkurbyggð með því að slá örlítið af gildandi stöðlum Vegagerðarinnar. Nefnt var að hægt væri að koma upp öruggri reiðhjólatengingu til Akureyrar samhliða öðrum framkvæmdum með afar hagkvæmum hætti og stórbæta þar með öryggi vegfaranda en þó aðeins ef gildandi stöðlum um hjólreiðastíga yrði hliðrað til. Frá matvælaframleiðenda komu fram óskir um að við ákveðnar aðstæður mætti leyfa að vel útbúnir flutningabílar færu leiðar sinnar þó svo vegir væru ófærir fyrir almennri umferð – þetta mál gæti verið snúið í framkvæmd en mætti vel skoða.
 
Hvað varðar flugöryggi þá kom fram að uppsetning á þrívíðum aðflugsferlum væri ekki spurning um fjármuni heldur þyrfti einungis að taka af skarið hjá ISAVIA til að koma því í kring.
 
Aðkoma nærsamfélagsins að samgöngumálum
 
Beinast liggur við ef engar breytingar verða á því að opinbera hlutafélagið ISAVIA telur rétt að aðskilja innanlandsflugið áfram í sérstöku dótturfélagi – ISAVIA innanlands, að þá verði ISAVIA-innanlands staðsett á Akureyri og sé þar með í nánari tengingu við verkefnið.
 
Það er ýmis frágangur og þjónusta við ferjur Eyjafjarðar, m.a. snyrtiaðstaða, sem blasir við að skynsamlegt sé að leysa úr í samráði við Dalvíkurbyggð. Það væri einnig ráð að setja upp starfshóp með Eyfirðingum um mótun sýnar um endurbætur og endurnýjun á ferjunum Sævari og Sæfara. Sagan segir að við endurnýjun á ferjunum skipti öllu að hafa þá með í ráðum sem þekkja og starfa við siglingarnar, þannig að horft sé af myndugleik til framtíðar.
 
Það blasir við að hægt er að gera tiltölulega ódýra breytingu á Sæfara sem gerir ferðalagið til Grímseyjar þægilegra og þá á ég við að setja upp tiltölulega ódýran búnað sem eykur stöðugleika skipsins og minnkar velting.
 
Núverandi ríkisstjórn er nú að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í uppbyggingu í samgöngumálum og er að bæta verulegum fjármunum í endurbætur með það fyrir augum að koma beinlínis í veg fyrir niðurbrot vega vegna lélegs viðhalds.
 
Það er í mörg horn að líta og það tekur ákveðinn tíma fyrir framkvæmdaaðila að bregðast við og byggja upp getu með tækjum og mannskap til þess að taka stórstíg skref til uppbyggingar innviða landsins.
 
Það er því brýnt að setja þau mál í algeran forgang sem kosta lítið og ekki síður að setja upp starfshópa með heimamönnum til þess að tryggja að meiriháttar fjárfestingum í innviðum verði vel varið.
 
Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00