Fara í efni
Umræðan

Svalasti staðurinn fyrir frí án hitasvækju

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Akureyri trónir efst á áhugaverðum lista sem breska ferðaskrifstofan Inghams hefur tekið saman; bærinn er sagður vinsælasti áfangastaður þeirra evrópsku ferðalanga sem kjósa að njóta frídaga sinna að sumri á kaldari stöðum en baðströndum sunnar í álfunni, þar sem fjöldinn hefur sleikt sólina síðustu áratugi. RÚV vakti athygli á þessu í gær.

Hitastig á jörðinni hefur hækkað jafnt og þétt árum saman og hiti þykir nánast óbærilegur sums staðar syðst í Evrópu yfir hásumarið. Sífellt fleiri eru því sagðir kjósa að taka sér „kælifrí“ – eins og RÚV kallar það; snilldar þýðing það, á því sem enskumælandi kalla „coolcation“ þar sem skellt er saman orðunum kulda og fríi; Cool og Vacation.

Höfuðstaður Norðurlands er sagður myndrænn, þar sé hitastig 10 til 12 gráður yfir sumarið og að í bænum sé nyrsti grasagarður í heimi. Þar er vitaskuld átt við  Lystigarðinn. Þar sé einnig kirkja teiknuð af sama arkitekt og Hallgrímskirkja og að í bænum sé eitt besta úrval hvalaskoðunarferða sem Ísland býður upp á.

Breska blaðið Daily Express segir að leitum að orðinu Coolcation hafi fjölgað um 624% á tveimur árum og leit að Akureyri hafi aukist um 264% a sama tímabili.

Næst vinsælsti staðurinn hjá þeim sem hyggjst fara í kælifrí er Tisvilde ströndin á Sjálandi í Danmörku og síðan kemur Nuuk, höfuborg Grænlands.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50