Fara í efni
Umræðan

Svalasti staðurinn fyrir frí án hitasvækju

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Akureyri trónir efst á áhugaverðum lista sem breska ferðaskrifstofan Inghams hefur tekið saman; bærinn er sagður vinsælasti áfangastaður þeirra evrópsku ferðalanga sem kjósa að njóta frídaga sinna að sumri á kaldari stöðum en baðströndum sunnar í álfunni, þar sem fjöldinn hefur sleikt sólina síðustu áratugi. RÚV vakti athygli á þessu í gær.

Hitastig á jörðinni hefur hækkað jafnt og þétt árum saman og hiti þykir nánast óbærilegur sums staðar syðst í Evrópu yfir hásumarið. Sífellt fleiri eru því sagðir kjósa að taka sér „kælifrí“ – eins og RÚV kallar það; snilldar þýðing það, á því sem enskumælandi kalla „coolcation“ þar sem skellt er saman orðunum kulda og fríi; Cool og Vacation.

Höfuðstaður Norðurlands er sagður myndrænn, þar sé hitastig 10 til 12 gráður yfir sumarið og að í bænum sé nyrsti grasagarður í heimi. Þar er vitaskuld átt við  Lystigarðinn. Þar sé einnig kirkja teiknuð af sama arkitekt og Hallgrímskirkja og að í bænum sé eitt besta úrval hvalaskoðunarferða sem Ísland býður upp á.

Breska blaðið Daily Express segir að leitum að orðinu Coolcation hafi fjölgað um 624% á tveimur árum og leit að Akureyri hafi aukist um 264% a sama tímabili.

Næst vinsælsti staðurinn hjá þeim sem hyggjst fara í kælifrí er Tisvilde ströndin á Sjálandi í Danmörku og síðan kemur Nuuk, höfuborg Grænlands.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00