Fara í efni
Umræðan

Fögnum frumkvæði að málefnalegri umræðu

„Þegar verið er að lesa bókmenntir sem hugsanlega snerta við og skapa vanlíðan hjá nemendum er reglan sú að reynt er að finna leiðir til að koma til móts við þá nemendur,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, við Akureyri.net vegna aðgerða nemenda við skólann sem greint var frá í frétt sem birt var fyrr í kvöld.

Í bréfi tveggja nemenda er miklum áhyggjum lýst vegna bókar „sem inniheldur ítarlegar lýsingar á hópnauðgun og öðru grafalvarlegu ofbeldi,“ eins og segir m.a. í umræddu bréfi. Þar segir að nemendum, sem hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi eða hafi persónulega reynslu af þeim hræðilegu atburðum sem lýst er, upplifi vanlíðan í skólastofunni „þar sem þau eiga að finna fyrir öryggi og stuðningi.“

Karl hafði í dag ekki fengið bréfið frá nemendum en kveðst hafa rætt við höfunda þess.

„Umfjöllun um bókmenntir í framhaldsskólum er þess eðlis að oftar en ekki er verið að fjalla um álitamál eða viðkvæm mál í samfélaginu sem varpað geta ljósi á hvernig málum var fyrir komið áður fyrr og hvað hafi breyst í áranna rás.“ segir skólameistari. „Fagmennska kennara ræður för þegar námsefni er valið og hvorki útgefið né meitlað í stein af hálfu skólans hvaða bækur skuli lesa. Slíkt er stöðugt í endurskoðun þar sem snúið getur verið að velja bækur fyrir fjölmenna hópa. Í sumum áföngum standa nokkrar bækur nemendum til boða sem þeir gata valið um.“
 
Hann segir ennfremur: „Við erum fyrst og fremst bundin af því að setja ekki nemendum afarkosti þegar svona stendur á. Þeir hafa lögvarinn rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri og við fögnum því að nemendur hafi frumkvæði að málefnalegri umræðu sem þessari. Framhaldsskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Það er það sem við teljum okkur gera í þessu máli.“
 
  • Frétt Akureyri.net um bréf nemendanna fyrr í kvöld:

Hættum að slá ryki í augun á fólki!

13. nóvember 2024 | kl. 19:30

Flug til framtíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 06:00

Alvöru byggðastefnu takk!

Logi Einarsson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hvenær ætlarðu að flytja heim?

Jón Þór Kristjánsson skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 14:50

Vilja miklu stærra bákn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 14:00

Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok

Skúli Bragi Geirdal skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 09:15