Fara í efni
Umræðan

Fasteignagjöld gætu hækkað um tugi þúsunda

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fasteignaskattur á Akureyringa gæti hækkað töluvert á næsta ári skv. drögum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 til 2026 sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær.

Fasteignamat hér á landi hækkar mikið á milli ára – 19,9% að meðaltali, en hækkunin var 7,4% á milli áranna 2021 og 2022.

Álagningarhlutfall á fasteignagjöldum stendur í stað á Akureyri á næsta ári skv. drögunum sem rædd voru í gær.

Hækkun fasteignamats á íbúðarhúsnæði á milli áranna 2022 og 2023 á Akureyri er 22,1% að meðaltali en um 10% á atvinnuhúsnæði.

Hækkun fasteignamats er mismunandi eftir hverfum og tegundum húsnæðis.

  • Dæmi um raðhúsíbúð sem Akureyri.net skoðaði: fasteignamatið fer úr 63 milljónum í 81 milljón króna sem er 28,75% hækkun. Verði álagningarhlutfallið óbreytt verður fasteignaskatturinn um 60 þúsund krónum hærri árið 2023 en á þessu ári; hækkar úr 207 þúsund í 267 þúsund. 

Ekki er loku fyrir það skotið að hlutfallið verði lækkað við síðari umræðu fjárhagsáætlunarinnar en verði það óbreytt munu fasteignagjöld í bænum hækka um 500 milljónir króna og verða alls um 3,1 milljarður.

Vert er að geta þess að af þeim 3,1 milljarði myndi sveitarfélagið sjálft og veitufyrirtæki þess greiða liðlega 400 milljónir; 420 milljónir yrðu þá færðar á milli vasa í sömu buxum, ef svo má segja.

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11