Fara í efni
Umræðan

Færðu SAk þráðlausan hjartsláttarmónitor

Myndskreyting af vef SAk

Fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fékk á dögunum þráðlausan hjartsláttarmónitor að gjöf. Það voru nokkrir Kiwanisklúbbar sem tóku höndum saman og gáfu tækið, klúbbarnir Herðubreið í Mývatnssveit, Kaldbakur á Akureyri, Skjöldur á Siglufirði, Drangey á Sauðárkróki, Askja á Vopnafirði, Skjálfandi á Húsavík og Grímur í Grímsey.

„Þráðlaus hjartsláttarmonitor gefur verðandi mæðrum meiri möguleika á að hreyfa sig um í fæðingunni því það eru engar snúrur sem hindra hreyfingu þeirra,“ segir Ingibjörg H. Jónsdóttir yfirljósmóðir, á vef stofnunarinnar. „Það er auðveldara fyrir þær að breyta um stellingu, en það getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingarinnar. Einnig eru þráðlausu nemarnir vatnsheldir og því er hægt að fylgjast náið með hjartslætti barnsins þegar og ef konan óskar eftir því að vera í baði,“ segir Ingibjörg, hverrar formlegur nútímatitill er deildarstjóri fæðingardeildar.

„Saman mynda þessir Kiwanisklúbbar Óðinssvæði, sem flest ár gefa eitthvað sameiginlegt til styrktar börnum á svæðinu. Sjúkrahúsið vill þakka klúbbunum innilega fyrir þeirra fallegu gjöf sem kemur til með að nýtast ákaflega vel,“ segir á vef SAk.

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30