Fara í efni
Umræðan

Elfar Árni í Völsung eftir 13 ára fjarveru

Elfar Árni í síðasta heimaleiknum með KA, gegn Vestra 10. október. Hann var fyrirliði liðsins og gerði bæði mörkin í 2:1 sigri. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Knattspyrnumaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, Völsung á Húsavík, eftir 13 ára fjarveru. Elfar, sem er 34 ára, hefur leikið með KA síðan 2015 og gert 73 mörk í deildar- og bikarleikjum fyrir Akureyrarfélagið, þar af 45 í efstu deild.
 
Elfar Árni hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi. Hann lék síðast með liðinu 2011 og var síðan í þrjú ár með Breiðabliki í Kópavogi áður en leiðin lá til KA. Hann er næstmarkahæsti KA-maðurinn í efstu deild og sá þriðji leikjahæsti á þeim vettvangi. Hallgrímur Mar Steingrímsson er bæði leikja- og marka­hæst­ur í sögu KA í efstu deild með 182 leiki og 62 mörk. 

Lið Völsungs vann sér í haust sæti í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, á sumri komanda.
 

FYRSTA KA-MARKIÐ Í „ALVÖRU“ LEIK
Elfar Árni skoraði í fyrsta „alvöru“ leiknum með KA, í fyrstu umferð næst efstu deildar Íslandsmótsins laugardaginn 9. maí 2015. Fram kom þá í heimsókn og liðin gerðu 3:3 jafntefli í næstu efstu deild. Juraj Grizelj þrumaði á markið úr aukaspyrnu á 35. mín. og Elfar Árni sló markvörðinn út af laginu með því að breyta stefnu boltans með glæsilegri hælspyrnu – tilþrifin má sjá á myndinni að ofan. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00