Ekkert óeðlilegt við notkun Heilsuveru

Embætti landlæknis hefur fellt niður eftirlitsmál sem byggði á á frumkvæðisathugun embættisins varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi, á skilaboðakerfi Heilsuveru.
Greint er frá þessu á Facebook síðu Heilsuverndar í morgun. Tilkynningin er svohljóðandi í heild:
Það er afar ánægjulegt að tilkynna um það að embætti landlæknis hefur með bréfi þann 21.05 síðastliðinn fellt niður eftirlitsmál sitt sem byggði á frumkvæðisathugun þeirra varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi á skilaboðakerfi Heilsuveru.
Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, greindi á sínum tíma frá því að Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, sem sagði fyrst frá tilkynningu Vals til skjólstæðinganna, hefði vísað málinu til landlæknis.


Hver borgar brúsann?

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Fréttir af baggavélum og lömbum

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás
