Fara í efni
Umræðan

Ekkert óeðlilegt við notkun Heilsuveru

Embætti landlæknis hefur fellt niður eftirlitsmál sem byggði á á frumkvæðisathugun embættisins varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi, á skilaboðakerfi Heilsuveru.

Greint er frá þessu á Facebook síðu Heilsuverndar í morgun. Tilkynningin er svohljóðandi í heild:

Það er afar ánægjulegt að tilkynna um það að embætti landlæknis hefur með bréfi þann 21.05 síðastliðinn fellt niður eftirlitsmál sitt sem byggði á frumkvæðisathugun þeirra varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi á skilaboðakerfi Heilsuveru.

Sérfræðingar embættisins fóru vandlega yfir svör og röksemdafærslu Vals og telja að með svörum hans hafi hann útskýrt málið með fullnægjandi hætti. Málinu hefur því verið lokað í málaskrá embættisins.
 
Mikið veður var gert úr því að í umfjöllun fjölmiðla að þar hefði verið á ferð óeðlileg notkun á Heilsuveru til að hafa samskipti við þá skjólstæðinga sem Valur hefur um árabil sinnt á Akureyri. Hann tilkynnti þeim að hann hefði skipt um vinnustað og hvernig skjólstæðingar gætu haft samskipti við hann áfram sem óskuðu eftir því. Það er í okkar huga rétt og eðlileg nálgun í trúnaðarsambandi læknis og skjólstæðings, ekki síst byggt á þeim rétti sjúklinga að velja sér þann lækni sem þeir sjálfir óska.
 
Valur naut liðsinnis Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og Læknafélags Íslands við að svara þeim 15 spurningum sem beint var að honum vegna málsins sem við töldum frá upphafi vera storm í vatnsglasi. Þá kom sérstaklega fram að við teldum að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað líkt og tenglar þeir sem eru hér að neðan bera vitni um.
 
Við fögnum þessari niðurstöðu innilega og að búið sé að hreinsa þessar ávirðingar með skýrum og formlegum hætti.
 

Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, greindi á sínum tíma frá því að Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, sem sagði fyrst frá tilkynningu Vals til skjólstæðinganna, hefði vísað málinu til landlæknis.

Það er þörf fyrir aukna skaðaminnkun á Akureyri

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
15. október 2024 | kl. 11:30

Varði ekki viðsnúninginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. október 2024 | kl. 11:00

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50