Ekkert óeðlilegt við notkun Heilsuveru

Embætti landlæknis hefur fellt niður eftirlitsmál sem byggði á á frumkvæðisathugun embættisins varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi, á skilaboðakerfi Heilsuveru.
Greint er frá þessu á Facebook síðu Heilsuverndar í morgun. Tilkynningin er svohljóðandi í heild:
Það er afar ánægjulegt að tilkynna um það að embætti landlæknis hefur með bréfi þann 21.05 síðastliðinn fellt niður eftirlitsmál sitt sem byggði á frumkvæðisathugun þeirra varðandi notkun Vals Helga Kristinssonar, heimilislæknis hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi á skilaboðakerfi Heilsuveru.
Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, greindi á sínum tíma frá því að Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, sem sagði fyrst frá tilkynningu Vals til skjólstæðinganna, hefði vísað málinu til landlæknis.


Er menntakerfið eina vandamálið?

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?
