Fara í efni
Umræðan

Samið um kostnað við endurbætur á Hlíð

Ríkið og Akureyrarbær hafa komist að samkomulagi um fyrirkomulag vegna nauðsynlegra framkvæmda við húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu nú síðdegis.

Framkvæmdasýsla ríkisins mun stýra verkefninu, en það er nú þegar hafið og er gert ráð fyrir að verði að fullu lokið fyrir lok árs 2025. Kostnaður við framkvæmdirnar, allt að 1.250 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.

„Með framkvæmdunum verður húsnæði Hlíðar komið í ásættanlegt og betra horf, m.a. með nauðsynlegum viðgerðum á þökum, gluggum og lögnum, endurbótum á brunavörnum o.fl. Þá verða gerðar ýmsar endurbætur á rýmum með hliðsjón af þeim kröfum til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum sem gerðar eru í viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins,“ segir enn fremur í frétt ráðuneytisins.

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30