Fara í efni
Umræðan

Samið um kostnað við endurbætur á Hlíð

Ríkið og Akureyrarbær hafa komist að samkomulagi um fyrirkomulag vegna nauðsynlegra framkvæmda við húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu nú síðdegis.

Framkvæmdasýsla ríkisins mun stýra verkefninu, en það er nú þegar hafið og er gert ráð fyrir að verði að fullu lokið fyrir lok árs 2025. Kostnaður við framkvæmdirnar, allt að 1.250 milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.

„Með framkvæmdunum verður húsnæði Hlíðar komið í ásættanlegt og betra horf, m.a. með nauðsynlegum viðgerðum á þökum, gluggum og lögnum, endurbótum á brunavörnum o.fl. Þá verða gerðar ýmsar endurbætur á rýmum með hliðsjón af þeim kröfum til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum sem gerðar eru í viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins,“ segir enn fremur í frétt ráðuneytisins.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00