Fara í efni
Umræðan

Deiliskipulag Nausta 3 kynnt á næstunni

Skjáskot af map.is. Rauði hringurinn sýnir svæðið sem um ræðir, land Nausta 3. Hverfið sem þarna hefur byggst upp frá aldamótum er einmitt kennt við Naustabæina.

Drög að nýju deiliskipulagi á landi Nausta 3 voru kynnt fyrir skipulagsráði á dögunum og verður tillaga þeirra Halldóru Bragadóttur og Helga B. Thóroddsen hjá Kanon arkitektum, sem þau kynntu fyrir ráðinu, kynnt fyrir almenningi á næstunni. 

Skipulagsreiturinn er nú þegar skilgreindur sem íbúðasvæði/þéttingarsvæði. Samkvæmt hugmyndunum sem lagðar voru fyrir ráðið er gert ráð fyrir að þar verði allt að tíu lóðir fyrir einbýlis- og tvíbýlishús, og fimm lóðir fyrir raðhús. Miðað er við að allar byggingar á reitnum verði á einni hæð. 
 
Skipulagsráð fól skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna.

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!

Harpa Barkardóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 06:00