Fara í efni
Umræðan

Dagur Sjúkrahússins gekk eins og í sögu

Myndir: Þorgeir Baldursson

Árleg hátíð Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og starfsfólks stofnunarinnar á Glerártorgi var í gær. Hollvinir skráðu nýja félaga og starfsmenn SAk buðu upp á mælingu á blóðþrýstingi, súrefnismettun og púlsi, auk þess sem koma mátti með bangsa eða dúkkur í læknisskoðun.

Margir lögðu leið sína á Glerártorg og stemningin var góð, að sögn Hildu Jönu Gísladóttur, samskiptastjóra SAk. „Þetta gekk bara allt eins og í sögu,“ sagði hún.

Framlagið skiptir sköpum

Margoft hefur komið fram að Hollvinir SAk skipta stofnunina gríðarlegu máli; í haust var til dæmis upplýst að á síðasta ári færðu Hollvinasamtökin SAk gjafir að verðmæti 62 milljóna króna en á því ári var fjárfestingaheimild SAk á fjárlögum 200,6 milljónir. Gjafir Hollvina námu því um 31% af framlagi ríkisins til fjárfestinga árið 2024. 

„Framlag Hollvina skiptir SAk einfaldlega sköpum, sem og framlag annarra aðila í samfélaginu til sjúkrahússins. Það er hreinlega óhugsandi að sjá fyrir sér stöðu tækjabúnaðar á sjúkrahúsinu ef ekki kæmi til gjafa frá utanaðkomandi aðilum,“ sagði þá Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu.

Hilda Jana Gísladóttir, samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri, ásamt þremur stjórnarmönnum Hollvinasamtaka SAk á Glerártorgi í dag. Frá vinstri: Bjarni Jónasson, Hermann Haraldsson og formaðurinn, Jóhannes Gunnar Bjarnason lengst til hægri.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45