Fara í efni
Umræðan

Bryndís Eva og Veigar Íslandsmeistarar

Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson unnu um helgina Íslandsmeistaratitla í unglingaflokkum í golfi. Bæði voru þau að vinna titlana annað árið í röð. Bryndís Eva varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára og Veigar í flokki 17-18 ára.

Á vef Golfklúbbs Akureyrar er farið yfir árangur keppenda klúbbsins á mótunum um helgina. Þar segir meðal annars að Bryndís Eva hafi spilað stórglæsilegt golf og vann hún mótið með fjórum höggum, spilaði hringina þrjá á 222 höggum, níu höggum yfir pari (77-67-78). „Frábærlega gert hjá Bryndísi,“ segir í frétt GA. Eins og sést á tölunum spilaði Bryndís Eva frábært golf á öðrum hring sem lagði grunninn að sigri hennar. Hún náði fimm fuglum í röð á þeim hring og alls sjö fuglum. 

Veigar Heiðarsson sigraði í flokki 17-18 ára með yfirburðum, samtals sjö höggum undir pari vallarins. „Veigar spilaði gríðarlega gott golf alla dagana (68-70-68) og endaði með sjö högga forustu á næsta mann,“ segir í frétt GA. Næsti maður var reyndar einnig frá GA, Valur Snær Guðmundsson. Þeir voru jafnir fyrir lokadaginn og þegar níu holur voru eftir hafði Valur Snær eins höggs forystu á Veigar, en Veigar spilaði síðustu níu holurnar á fjórum höggum undir pari og tryggði sér titilinn annað árið í röð. 

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45