Fara í efni
Umræðan

Boltastrákurinn varði vítaspyrnuna líka!

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

Boltastrákar á leikjum knattspyrnuliðs KA hin síðari ár hafa stundum vakið nokkra athygli ljósmyndara fyrir að lifa sig mikið inn í leikinn. Ekki er ólíklegt að met hafi verið slegið – ef svo má segja – þegar KA tók á móti Fylki í Bestu deildinni í vikunni.

KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson tók vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks en Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis sá við honum og varði. Það dugði hins vegar skammt því Daníel Hafsteinsson náði frákastinu og skoraði – kom KA í 3:0.

Þegar myndir Þóris Tryggvasonar, hins þrautreynda og magnaða íþróttaljósmyndara, úr leiknum eru skoðaðar má halda því fram að boltastrákurinn aftan við Fylkismarkið hafi nánast varið vítaspyrnu Hallgríms um leið og Ólafur Kristófer og ekki með síðri tilþrifum! Dæmi nú hver fyrir sig ... 

Á neðstu myndunum má síðan sjá að KA-maðurinn ungi gladdist eðlilega eftir að Daníel skoraði.

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00