Fara í efni
Íþróttir

Bætti eigið Íslandsmet í 10 km um tæpa mínútu

Baldvin Þór eftir að hann setti Íslandsmet í 10 km hlaupi í Brasov í Rúmeníu í október. Hann mætti það met um hvorki meira né minna en tæpa mínútu í dag!

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar stórbætti Íslandsmet sitt í 10 km götuhlaupi í dag í Valencia á Spáni; hann hljóp vegalengdina á 27:40 mín., sem er 57 sekúndum undir gamla metinu sem hann setti í október síðastliðnum. Það var 28:37 mín.

Frábær árangur náðist í Valencia í dag. Baldvin varð í 15. sæti en sigurvegarinn, Svíinn Andreas Almgren, setti Evrópumet – hljóp á 26,46 mín. Það er sjötti best tími sem náðst hefur frá upphafi, aðeins fimm Afríkubúar hafa hlaupið vegalengdina á skemmri tíma að því er fram kemur á RÚV í dag.

Baldvin á níu Íslandsmet í fullorðinsflokki

Baldvin Þór á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss:

  • 1500 m – 3:39,90 mín – sett í júlí 2024
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í júlí 2023
  • 5000 m – 13:20,34 mín – sett í apríl 2024
  • 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín – sett í mars 2024
  • 10 km götuhlaup – 27:40,00 mín – sett í dag, 11. janúar 2026

Fjögur Íslandsmet innanhúss:

  • 1500 m – 3:39,67 - 27. janúar 2025
  • 1 míla – 3:59,60 - 14. janúar 2023
  • 3000 m – 7:39,94 - 9. febrúar 2025
  • 5000 m – 13:58,24 - 24. febrúar 2023