Fara í efni
Umræðan

Bæta skal umgengni og þrifnað utanhúss

Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að leggja áherslu á að bæta umgengni og þrifnað utanhúss í bæjarlandinu. Bókun þess efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær í kjölfar þess að rætt var um nýsamþykkta umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins og umgengni á lóðum, að ósk Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Framsóknarflokki.

  • Að neðan eru nokkrar myndir víðs vegar úr bæjarlandinu sem Akureyri.net hefur fengið sendar og tengjast þessari umfjöllun. 

Sunna Hlín gerði nýja umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar að umræðunefni. Stefnan var samþykkt í bæjarstjórn 12. maí en Sunna benti á að þar væri ekkert kveðið á um umgengni og þrifnað utanhúss nema þessi örstutta málsgrein:  „Til að bæta nærumhverfi íbúa er mikilvægt að reglulega fari fram hreinsunarátak í bænum“

Hún sagði ástandið í bænum þess eðlis að ófullnægjandi væri að tala um reglulegt hreinsunarátak. „Það er ástæða þess að ég óskaði eftir því að taka þetta mál upp hér í dag. Við þurfum að breyta umgengninni til framtíðar og koma upp verkferlum til þess. Ég lagði til á vinnufundi bæjarstjórnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs um stefnuna að bætt yrði við sjötta kaflanum er tæki á umgengni og þrifnaði utanhús en því miður fékk það ekki hljómgrunn“

Svo fór að lögð var fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða:

„Bæjarstjórn felur Umhverfis og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Í framhaldi verði verkefninu komið fyrir í aðgerðaáætlun stefnunnar. Bæjarstjórn áréttar bókun frá umhverfis- og mannvirkjaráði frá 11. febrúar síðastliðnum þar sem ráðið óskaði eftir því að upplýsinga væri aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins og felur nýju umhverfis -og mannvirkjaráð sem og nýju skipulagsráði að fylgja málinu eftir.“

Smellið hér til að lesa ræðu Sunnu Hlínar á fundi bæjarstjórnar í gær.

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00