Fara í efni
Umræðan

Aron Kristófer er kominn til Þórs á ný

Sveinn Elías Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs, Aron Kristófer Lárusson og Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs í morgun. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Aron Kristófer Lárusson er genginn til liðs við Þór frá KR og gerir samning sem gildir út keppnistímabilið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór.

„Aron er því kominn aftur heim í Þorpið eftir 5 ára fjarveru en hann gekk í raðir ÍA frá Þór sumarið 2019 og hefur síðan þá leikið 74 leiki í efstu deild fyrir ÍA og KR,“ segir í tilkynningunni. 

Alls hefur Aron leikið 203 leiki í meistaraflokki hér á landi fyrir Þór, Völsung, ÍA og KR og skorað í þeim 15 mörk.

„Knattspyrnudeild Þórs og knattspyrnudeild KR komust að samkomulagi um félagaskipti fyrir Aron í gær og er hann nú mættur til Akureyrar og mun æfa með Þórsliðinu síðar í dag þar sem okkar strákar leggja lokahönd á undirbúning fyrir útileik gegn Keflavík í l Lengjudeildinni á morgun.“

Gaman er að geta þess, sem mörgum er auðvitað kunnugt, að Aron Kristófer er sá þriðji í beinan karllegg sem spilar með Þór; faðir hans, Lárus Orri Sigurðsson og afinn, Sigurður heitinn Lárusson, léku báðir með Þór á árum áður og báðir þjálfuðu einnig Þórsliðið. Þess má og geta að föðursystir Arons Kristófers, Aldís Marta Sigurðardóttir, varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með Þór/KA árið 2012.

Heimasíða Þórs

Aron Kristófer Lárusson

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00