Fara í efni
Umræðan

7.000 atkvæði talin: L með 3 bæjarfultrúa, B og D með 2, F, S, M og V 1 hver

Oddvitarnir níu voru spenntir rétt áður en fyrstu tölur voru lesnar upp. Frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir Framsókn, Heimir Örn Árnason Sjálfstæðisflokki, Brynjólfur Ingvarsson Flokki fólksins, Ásgeir Ólafsson Lie sem var í 2. sæti hjá Kattaframboðinu, Gunnar Líndal Sigurðsson L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki, Hrafndís Bára Einarsdóttir Pírati, Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Búið er að telja 7.000 atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri, 59,5% þeirra sem eru á kjörskrá. Þetta var í þriðja skipti sem birtar eru tölur og framboðin eru öll með jafn marga menn inni og þegar fyrri tölur voru birtar.

Staðan núna er þessi:

  • L-listinn 1316 atkvæði – 19,5%– 3 bæjarfulltrúar
  • Framsókn 1205 atkvæði – 17,8%– 2 bæjarfulltrúar
  • Sjálfstæðisflokkur 1129 atkvæði – 16,7%– 2 bæjarfulltrúar
  • Flokkur fólksins 830 atkvæði –12,3%– 1 bæjarfulltrúi
  • Samfylkingin 775 atkvæði – 11,5%– 1 bæjarfulltrúi
  • Miðflokkurinn 534 atkvæði – 7,9%– 1 bæjarfulltrúi
  • Vinstri grænir 476 atkvæði – 7,0%– 1 bæjarfulltrúi
  • Kattaframboðið 283 – 4,2%– enginn bæjarfulltrúi
  • Píratar 207 atkvæði – 3,1%– enginn bæjarfulltrúi

Auðir seðlar eru 232 og ógildir 13.

Smellið hér til að sjá frétt um stöðuna eftir að 5.000 atkvæði höfðu verið talin.

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 15:45

Sammála en þó á móti

Jón Hjaltason skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 17:40

Áhugaverð hugmynd að nýtingu Tjaldsvæðisreitsins

Benedikt Sigurðarson skrifar
18. nóvember 2023 | kl. 15:00

Vakning um ofbeldi gagnvart verslunarfólki

Eiður Stefánsson skrifar
17. nóvember 2023 | kl. 12:35

Erfið staða bænda nú er okkur sem samfélagi að kenna

Hólmgeir Karlsson skrifar
15. nóvember 2023 | kl. 10:00

Sex gjaldfrjálsir klukkutímar og tekjutenging

Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 17:25