Fara í efni
Umræðan

462 krefjast þess að BSO verði áfram á sama stað

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Theódóra Anna Torfadóttir og Hjörleifur Hallgríms þegar bæjarstjórinn tók við undirskriftalistanum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Theódóra Anna Torfadóttir afhenti á föstudag Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri, undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hús Bifreiðastöðvar Oddeyrar, leigubílastöðvarinnar BSO, verði fært af núverandi stað í miðbænum. Theódór stóð að undirskriftasöfnuninni.

Alls skrifuðu 462 undir listann. Textinn þar er svohljóðandi:

Til stendur að loka Bifreiðastöð Oddeyrar (BSO) á þeim stað þar sem stöðin hefur staðið í bráðum 68 ár í miðbæ Akureyrar. Ég mótmæli því að BSO verði flutt og krefst þess að lóðarleigusamningur verði framlengdur og að húsið fái að vera á sínum stað til frambúðar.

Theódóra tók fram að undirskriftarlistinn hefði verið útbúinn í fyrra þannig að nú hefði umrætt hús staðið á sínum stað í nærri 69 ár.

Á síðasta ári framlengdi bærinn leigu á lóðinni til 31. maí á þessu ári en þá þurfa leigubílstjórar að víkja og rífa húsið á eigin kostnað eða láta flytja það. Húsið stendur þar sem nú heitir Hofsbót 1. Bæjarráð Akureyrar samþykkti í síðasta mánuði að auglýsa lóðina og þá næstu sunnan við, Hofsbót 3, og verður þeim úthlutað með útboðsleið.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30