Fara í efni
Umræðan

462 krefjast þess að BSO verði áfram á sama stað

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Theódóra Anna Torfadóttir og Hjörleifur Hallgríms þegar bæjarstjórinn tók við undirskriftalistanum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Theódóra Anna Torfadóttir afhenti á föstudag Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri, undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hús Bifreiðastöðvar Oddeyrar, leigubílastöðvarinnar BSO, verði fært af núverandi stað í miðbænum. Theódór stóð að undirskriftasöfnuninni.

Alls skrifuðu 462 undir listann. Textinn þar er svohljóðandi:

Til stendur að loka Bifreiðastöð Oddeyrar (BSO) á þeim stað þar sem stöðin hefur staðið í bráðum 68 ár í miðbæ Akureyrar. Ég mótmæli því að BSO verði flutt og krefst þess að lóðarleigusamningur verði framlengdur og að húsið fái að vera á sínum stað til frambúðar.

Theódóra tók fram að undirskriftarlistinn hefði verið útbúinn í fyrra þannig að nú hefði umrætt hús staðið á sínum stað í nærri 69 ár.

Á síðasta ári framlengdi bærinn leigu á lóðinni til 31. maí á þessu ári en þá þurfa leigubílstjórar að víkja og rífa húsið á eigin kostnað eða láta flytja það. Húsið stendur þar sem nú heitir Hofsbót 1. Bæjarráð Akureyrar samþykkti í síðasta mánuði að auglýsa lóðina og þá næstu sunnan við, Hofsbót 3, og verður þeim úthlutað með útboðsleið.

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00