Fara í efni
Umræðan

14.688 á kjörskrá – Gleðilega hátíð!

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér fulltrúa til þess að stýra sveitarfélögum landsins næstu fjögur ár. Akureyringar kjósa í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla.

Kjörfundur stendur yfir frá klukkan 9.00 til 22.00 en í Hrísey og Grímsey verður opið að lágmarki til klukkan 17.30.

Á Akureyri eru 14.688 á kjörskrá.

Ástæða er til þess að hvetja alla til þess að nýta sér kosningaréttinn; sá réttur er því miður ekki sjálfsagður alls staðar. Stundum er fólk hvatt til þess að kjósa rétt. Munið að allir sem nýta sér kosningaréttinn á annað borð kjósa rétt!

Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um aðdraganda kosninganna og fylgist að sjálfsögðu áfram með í dag og nótt og allt þar til meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Akureyrar.

Gleðilega hátíð!

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00