Fara í efni
Umræðan

14.688 á kjörskrá – Gleðilega hátíð!

Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér fulltrúa til þess að stýra sveitarfélögum landsins næstu fjögur ár. Akureyringar kjósa í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla.

Kjörfundur stendur yfir frá klukkan 9.00 til 22.00 en í Hrísey og Grímsey verður opið að lágmarki til klukkan 17.30.

Á Akureyri eru 14.688 á kjörskrá.

Ástæða er til þess að hvetja alla til þess að nýta sér kosningaréttinn; sá réttur er því miður ekki sjálfsagður alls staðar. Stundum er fólk hvatt til þess að kjósa rétt. Munið að allir sem nýta sér kosningaréttinn á annað borð kjósa rétt!

Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um aðdraganda kosninganna og fylgist að sjálfsögðu áfram með í dag og nótt og allt þar til meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Akureyrar.

Gleðilega hátíð!

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00