Fara í efni
Pistlar

Vorhret og geðsveiflur

Fræðsla til forvarna - XXV

Við sveiflumst í geðslagi eftir árstíðum líkt og veðrið. Sumum finnst skammdegið erfitt og verða daprir. Aðrir verða þunglyndir á vorin þegar allt er í blóma. Bipolar var áður nefnt Manic Depressive Psychosis en heitir á íslensku því fallega nafni tvískauta geðhvörf. Talið er að um 3 % okkar þjáist af þessum sérkennilega sjúkdómi sem einkennist af sveiflum í geðslagi (e. Mood) með örlyndi og þunglyndi til skiptis. Það er nokkuð einkennandi að fá þunglyndistímabil í nokkrar vikur að vori og svo hækkað geðslag eða maníu síðsumars. Sumir fá sveiflur á hverju ári, aðrir aðeins nokkrum sinnum yfir ævina. Sumir fara í geðrof í sveiflunum en aðrir ekki. Geðrof (e. Psychosis) er ekki sjúkdómur heldur ástand og lýsir sér með ranghugmyndum, hugsanatruflunum eða rofnuðum rauntengslum og var nefnt sturlun áður fyrr.

Ofannefnd lýsing á við Bipolar I en til eru fleiri afbrigði. Ef um mildar sveiflur er að ræða, mest með niðursveiflum kallast það Bipolar II. Stundum er talað um Bipolar III og það eru snöggar mildar geðsveiflur sem gæti tengst persónugerðinni, áður kallað Hringlyndi (e. Cyclothymia) og svo Bipolar IV þegar fólk tekur þunglyndislyf og fer að sveiflast í kjölfarið og Bipolar V þegar mildar sveiflur eru til staðar sem varla uppfylla skilyrði greiningar en líkjast alvarlegum sveiflum hjá nánum ættingjum. Kalla mætti allar þessar sjúkdómsmyndir geðhvarfarófið (e. Bipolar Spectrum Conditions). Það er mikið drama að vinna við lækningar sjúklinga með geðhvörf, ekki aðeins vegna þessara áhrifamiklu sveiflna heldur vegna þess að ef illa gengur trufla þessir alvarlegu sjúkdómar líf fólks veruleg. En oftar en ekki, sérstaklega ef samvinna er góð, tekst vel til og allt fer vel og sá sem veiktist nær sér og lifir góðu lífi en þarf stundum að vera í forvarnameðferð áfram.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Illkynja geðsjúkdómar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. október 2025 | kl. 13:30

Þjálfun sem nærir – um styrk og sjálfsrækt

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
21. október 2025 | kl. 12:30

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00