Fara í efni
Pistlar

Stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónustan – 1

STEFNUMÖRKUN
 
Í aðdraganda kosninga eru nú hafnar umræður um heilbrigðisþjónustuna í landinu. Mikilvægt er fyrir frambjóðendur að fá að lýsa hugsjónum sínum og draumum varðandi úrbætur. En það er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið.
 
Segja má að heilbrigðisþjónustan standi á tímamótum. Hér hefur á tiltölulega skömmum tíma orðið til mikil reynsla í skipulagi heilbrigðisþjónustu og ágæt þekking er til staðar í heilbrigðisfræðum og við erum þokkalega sjálfbær á flestum sviðum læknisfræðinnar þó stundum þurfi að senda sjúklinga erlendis til sérhæfðrar meðferðar. Hins vegar hefur, að margra mati, skort á að stjórnmálamenn hafi náð nægilega góðri samstöðu til að fylgja mætti skýrri stefnu til lengri tíma og við þetta myndast togstreita og truflun á fjárveitingum og langtímaáætlunum. Þetta hefur leitt til margs konar alvarlegra truflana. Nefna má seinagang í byggingu nýs Landspítala, mistök við skilgreiningu starfssviðs heilsugæslu, skort á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, skipulagsleysi í þjónustu við aldraða og andvaraleysi um aukna þjónustuþörf vegna mannfjöldaaukningar.
 
Tillaga um úrbætur:
 
  • Að stjórnmálamenn og sérstaklega Alþingismenn horfist í augu við að til þess að veita megi sem hagkvæmasta heilbrigðisþjónustu með jöfnu aðgengi fyrir alla þá þurfum við að nýta margbreytileg og sveigjanleg rekstrarform. Þetta er vel hægt að gera án þess að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir
 
Hagsmunayfirlýsing: Höfundur er læknir, ekki stjórnmálamaður.

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00