Fara í efni
Pistlar

Sól um hádegisbil

EYRARPÚKINN - 53

Stundum signi ég mig á tröppunum að ráði mömmu.
 
Oftar kipra ég þó sjónir gegn sólu um hádegisbilið og breytist þá hvíta hennar í sindrandi eggjarauðu undir heitum augnalokum.
 
Þegar sól er í hásuðri er klukkan tólf þó við séum sjaldan sammála um það bræður.
 
Það er gott að láta líða úr sér á tröppunum í skjóli gegn norðangarra og auðvitað skyggnir maður Súlur og Vaðlaheiði.
 
Og kannski ekki úr vegi þegar mamma kemur vappandi að fara með
 
Nú er ég klæddur og kominn á ról
Kristur Jesús veri mér skjól.
Í Guðsóttanum gefðu mér
að ganga í dag svo líki þér.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Sól um hádegisbil er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45

Þessi þjóð er óð í gróða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Og Ian Rush verður að skora!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 09:00

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30