Fara í efni
Pistlar

Snjóavetur

EYRARPÚKINN - 19

Í snjóhúsi við eldhúgsluggann loga kerti í gluggum og stöllum. Áfast snjóhúsinu er virki okkar bræðra og þar harðna kúlur á syllum, snjókúlur sem við höfum dýft í vatn í frostinu.

Það er snjór uppað þakskeggi og skaflinn að sunnanverðu slagar hátt í flaggstöngina. Þar gref ég göng fyrir bíla og tylli kertum hér og hvar.

Nonni mokar stéttina suðrað hliði í þriggja metra há göng þráðbein.

Pabby ryður þakið en mamma hugar að smáfuglunum og fá þeir sitt á kleinubretti.

Þegar Simmi og Gulli fara í Barnaskóla Íslands klífa þeir fjall sem ýtur hafa rutt upp norðan við Stínubakarí og er eins og tveggja hæða hús.

Það er norðlenskur snjóavetur.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Snjóavetur er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Þjálfun sem nærir – um styrk og sjálfsrækt

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
21. október 2025 | kl. 12:30

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00