Fara í efni
Pistlar

Skák, stelpur og armbeygjur

The Queen‘s Gambit eru sjónvarpsþættir sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Þættirnir fjalla um unga stúlku sem er mjög snjöll í því að tefla. Skák var mjög áberandi þegar ég ólst upp, skákskýringar voru reglulega í sjónvarpinu og seinna meir beinar útsendingar.

Ég veit ekkert um fjölda skákiðkenda í dag, vona að þeir séu margir, en ég sakna skákþáttanna og spennunnar sem maður upplifði þegar íslenskir skákmenn voru að gera það gott. Kvenfólk var minna áberandi, man þó eftir að minnsta kosti tveimur sem voru að vinna titla út í heimi. Ég botnaði samt aldrei í því hvers vegna það var skipt í karla- og kvennaflokka í skák, andlegt atgerfi er ekki kynjabundið.

Samt var það þannig þegar á reyndi, þá var ég haldinn fordómum gagnvart skákgetu stúlkna. Þannig var að þegar ég byrjaði með Ingu minni þá fylgdu henni tvær dætur. Sú eldri æfði skák. Þegar ég heimsótti þær mæðgur í fyrsta skipti þá þurfti Inga að fara eina kvöldstund á námskeið með þeirri yngri. Inga stakk upp á því að ég myndi tefla við þá eldri, sem þá var 11 ára. Ég var meira en til í það, enda hef ég gaman af því að tefla.

Rétt er að taka fram að þegar ég tek þátt í einhverjum leik sem gengur út á það að vinna andstæðinginn þá gera ég það til að vinna, breytir engu um aldur mótherjanna. Synir mínir þekkja það vel, gamli er miskunnarlaus þegar kemur að keppni.

Svo við settumst að tafli, ég og mín nýfengna 11 ára gamla fósturdóttir. Ég sagði henni áður en byrjaði að ég myndi gera 30 armbeygjur fyrir hverja skák sem ég tapaði. Ég hafði engar áhyggjur, bæði var hún bara 11 ára og stelpa í þokkabót.

Ég vann fyrstu skákina auðveldlega og var ekkert að fela sigurgleði mína.

Svo fór að halla undan fæti. Þegar Inga kom heim hafði ég tapað 13 skákum í röð og var búinn að gera 390 armbeygjur.

Stelpur eru alveg jafngóðar í skák og The Queen‘s Gambit eru mjög skemmtilegir þættir.

Jón Óðinn er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari.

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00