Fara í efni
Pistlar

Sjálfsvígsforvarnir – nokkur almenn ráð

Sjálfsvígsforvarnir – nokkur almenn ráð

Fræðsla til forvarna - I

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september.

Þessi vika er því tileinkuð þessu mikilvæga málefni.

Ef þú óttast að einhver þér nákominn hugleiði sjálfsvíg þá er ekki auðvelt að vita hvað maður getur gert best.

Hér eru nokkur almenn ráð:

1. Orð eru til alls fyrst

Ef þú finnur að sá eða sú sem þú hefur áhyggjur af er öðru vísi en venjulega eða virðist vera í vanlíðan þá er gott að færa þetta í tal. Mögulegt er að orða hlutina á margan hátt og með nærgætni eins og t.d. að segja: Mig grunar að þér líði ekki vel þó þú berir þig vel. Finnst þér hjálpa að segja mér hvernig þér líður? Einnig getur maður komið með stutta tilkynningu: Ef þig vantar aðstoð þá er ég alltaf til staðar.

2. Komdu af stað samtali

Til koma af stað samtali um líðan getur verið gott að spyrja hvort eitthvað hafi komið fyrir, hvernig sé í vinnunni eða skólanum og hvort gangi ekki vel heima. Það er ágætt að gefa sér góðan tíma, hlusta vel og ekki flýta sér um of og ekki grípa fram í. Það gerir ekkert til og er stundum bara betra ef það koma langar þagnir í samtalið.

3. Talaðu um uppgjöfina

Ef traust ríkir á milli ykkar er ástæðulaust að vera feiminn við að tala um uppgjöf. Það er ekki rétt sem margir halda að það geti hrint fólki út í sjálfvíg með því að ræða það. Það getur verið mjög dýrmætur stuðningur fólgin í því að setja svo viðkvæm mál í orð, sýna að það sé í lagi að tala um þau. Segja mætti: Líður þér svo illa að þú sért stundum við það að gefast upp. Eða: Hafa komið upp hugsanir þegar þér líður sem verst að best væri að binda enda á líf þitt. Stuðningur af þessu tagi er afar þýðingamikill og gerir mikið gagn sem slíkur en opnar einnig leið til sérhæfari úrræða ef þörf er á.

4. Opnuð leið til sérhæfðrar ráðgjafar og meðferðar.

Þegar tekist hefur að opna umræðuna finnst flestum sem líður illa að þeir fái aukin skilning og hluttekningu og þá er auðveldara að ræða leiðir til stuðnings eða meðferðar. Margs konar stuðningur og sérhæfar meðferðir er til innan heilbrigðiskerfisins, kirkjunnar, Rauða krossins, Píetasamtakanna og víðar.

Gangi þér vel.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00