Fara í efni
Pistlar

Sjálfbærni

Fræðsla til forvarna - XXXV
 

Sjálfbærni er nýlegt hugtak sem vel þess virði er að hugleiða og ræða.

„Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: Vernd umhverfisins, félagsleg velferð og efnahagsvöxtur, en mikilvægt er skoða þessar þrjár stoðir heildrænt þegar leitast er við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið“. (Heimild: Samtök atvinnulífsins).
 
Gamla kolanáman skapaði fátækum störf, gerði landeigendur ríka en skemmdi heilsu og mengaði umhverfið. Væri hún sjálfbær þá, þegar fáir kostir voru um orkugjafa, teldist hún það ekki í dag. Framleiðsla og sala á áfengi er líklega sjálfbær ef einungis er horft á efnahagsvöxt (lesist gróða) framleiðslu- og sölufyrirtækjanna en trúlega ekki sjálfbær fyrir samfélagið ef tekið er tillit til neikvæðra áhrifa á félagslega velferð. Ef ágóðavon fyrirtækja í ferðamannaþjónustu gengur of langt tapar Ísland aðdráttarafli sínu og það bitnar á sjálfbærni þessa atvinnusviðs og samfélagsins alls.
 
Vonandi verður sú nálgun sem felst í þessu hugtaki til góðs. Það er amk líklegt að sjálfbærni samfélagsins sé betur borgið ef við hugsum ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning (gróða) heldur einnig félagslega (mannlega) þáttinn.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30