Fara í efni
Pistlar

Rauði Skódinn

EYRARPÚKINN - 64

Kalli frændi kom eins og farfuglarnir þó hann kæmi seinna og færi fyrr og spennandi að sjá hvort Kalli birtist með nýja konu upp á arminn.
Best man ég heimsókn frænda á splúnkunýjum Skóda sólarsumarið 1959.
 
Við Simmi mældum dumbrauða drossíuna í bak og fyrir og líktist jólaköku með rauðum sætum úr leðurlíki og doppóttu taui, sugum í okkur höfga plastangan og lékum bílstjóra og farþega glæsivagnsins.
 
Á framrúðuspegli hékk glansandi mynd úr stífum pappa af ungri konu með logaflóð um háls og herðar en línurnar ávalar eins og aurbretti Skódans og minnti stúlkan á Ritu Hayworth frá Hollywood sveipuð gagnsæjum vatnsbláum náttserki sem skyggði bylgjur barms og mjaðma.
 
Við Simmi horfðum hugfangnir á þokkafulla dísina drekkandi seðjandi ilminn sem af henni stafaði enda báðir ákveðnir í að eignast eins rauðan Skóda og Kalli frændi þegar við yrðum stórir.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Rauði Skódinn er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Hástig líffjölbreytni: Skóglendi

Sigurður Arnarson skrifar
24. desember 2025 | kl. 06:00

Þúsund ær á fæti

Jóhann Árelíuz skrifar
21. desember 2025 | kl. 06:00

Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð

Sigurður Arnarson skrifar
17. desember 2025 | kl. 10:00

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00