Fara í efni
Pistlar

Rauða platan

EYRARPÚKINN - 40

Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig hét lagið hans Ragga Bjarna og átti Nonni það á rauðri plötu lítilli og hafði ég aldrei séð plötu öðruvísi en svarta og þótti okkur býsn bræðrum og stakk Nonni plötunni rauðu í rauf á bak við takkana á Telefunkentækinu sem hann keypti fyrir launin á verksmiðjunni og skein þá ljósið úr viðtækinu gegnum plötuna og varpaði rauðum bjarma og seiðandi útí svalt forstofuherbergið.

Það var mikið rokkað þegar móttökuskilyrðin voru góð á Radio Luxemborg.

Og auðvitað var platan rauða þrifin úr raufinni og reigði ég mig og sveigði eins og Viggi sagði að Raggi Bjarna gerði og söng

Ef að lagleg mey mig lítur á
ég litið get ekki upp
og roðna alveg niðrí tá

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Rauða platan er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00

Klukkustrengir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 11:30

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00