Fara í efni
Pistlar

Rabbabari á skúrþaki

EYRARPÚKINN - 33

Við Stebbi litli flatmögum á grænum skókassa Hermínu og Hreiðars með rabbabara og sykur í bréfpoka.

Bragðast ljósgrænn leggur blöðkunnar okkur aldrei betur en uppá skúr með lappirnar dinglandi fram af enda er eldsúr rabbabarinn góður fyrir glerunginn.

Það er alstaðar rabbabari og stundum er hýðið grænt og stundum rautt og ekki eru hvíturnar dónalegar sem mamma sýður niðrí krukkur með sykurlegi og fjölskyldan borðar með blönduðum ávöxtum úr dós um jól og hátíðir.

Við syngjum Bjössi á mjólkurbílnum og Komdu niður kveður amma og dreymir loðhúfu Davids Crocketts þó fullheitt væri á slíkum morgni.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Rabbabari á skúrþaki er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00