Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar
Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8 og hálfa klukkustund. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.
Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi. „Mikil þörf var á að fá nýja flotbryggju enda er hún mikið notuð, m.a. fyrir minni fiskibáta og fyrir léttabáta skemmtiferðaskipa en staðfest er að 51 skemmtiferðaskip kemur til Grímseyjar næsta sumar. Í fyrra komu 42 skemmtiferðaskip til eyjarinnar og þeim mun því fjölga um 21%,“ segir á vef bæjarins.

Uppsetning á nýju bryggjunni fór fram í gær með aðstoð dráttarbátsins Sleipnis. Margir aðrir komu að verkinu, m.a. Hafnasamlag Norðurlands, Köfunarþjónustan, Steypustöðin Dalvík ehf. og Rafeyri ehf.


Þið kannist við jólaköttinn ...
Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti
Hreyfing hreyfingarinnar vegna
Einmanaleiki