Fara í efni
Pistlar

Margþætt, alvarleg staða á sjúkrahúsinu

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Þorgeir Baldursson

Mannekla og lítil endurnýjun í lyflækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) ásamt aukinni eftirspurn gera aðstæður sjúkrahússins erfiða. Örfáir sérfræðingar sinna sérhæfðri og fjölbreyttri þjónustu á öllum tímum sólarhringsins og aðkoma heilbrigðisráðuneytis að lausnum er óhjákvæmileg til að komast úr núverandi krísu á stofnuninni og landsvæðinu.

Þetta segja Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson, læknar á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, í grein sem birtist á akureyri.net í morgun.

Kerfislæg hætta

Helga Björk og Guðjón segja stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega, hún sé margþætt og eigi sér lengri aðdraganda en uppsagnir ferliverkasamninga sem hafi verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. „Þjónustuskerðing lyflækninga á SAk hefur áhrif á flestar deildir og starfsemi sjúkrahússins, aðrar stofnanir svæðisins og eykur álag á Landspítala. Þetta er kerfisleg hætta,“ segir í greininni.

Í greininni segja Helga Björk og Guðjón meðal annars: „Með ýmsum leiðum höfum við upplýst heilbrigðisráðuneytið og aðra stjórnmálamenn um alvarlegar afleiðingar þagnarinnar og úrræðaleysisins, en hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?“

Klukkan tifar
 
Þau segja þörf á að bregðast við til að tryggja öryggi almennings en ekki síður þarf að ræða hagkvæmni þjóðarinnar. Yfirvofandi flutningar sjúklinga suður sé kostnaðarsamur, segja þau og spyrja meðal annars: „Hefur Landspítalinn svigrúm til að taka við auknum fjölda sjúklinga? Er forsvaranlegt að seinka greiningu og meðferð íbúa landsbyggðarinnar af því ekki var leitað lausna á meðan hægt var? Verður hægt að tryggja bráðaþjónustu á sjúkrahúsinu? Ætti ekki að varðveita og byggja upp varasjúkrahús landsins? Þarf ekki að gæta kennslusjúkrahússins fyrir framtíðar lækna í sjáanlegum læknaskorti landsins? Og tryggja sérgreinalækningar utan höfuðborgarsvæðisins?“
 
Helga Björk og Guðjón minna á að landsbyggðin sé hluti af heilbrigðiskerfi landsins. „Mannauðurinn er mikilvægur. Klukkan tifar, andrúmsloftið þyngist og starfsfólkið finnur sig þurfa komast úr óvissunni. Án samvinnu við heilbrigðisráðuneytið er kerfislegur vandi vanleystur og erfitt verður að tryggja mikilvæga læknisþjónustu hér á svæðinu - eins og okkur ber að gera.“
 
 

Grein Helgu Bjarkar og Guðjóns

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00