Fara í efni
Pistlar

Maður með mönnum

EYRARPÚKINN - 5

Maður með mönnum og ekkert kjaftæði lengur um bleyjupeyja í smábarnaskóla Jennu og Hreiðars enda líkast sem kú væri hleypt út að vori þegar ég byrjaði Oddeyrarskólann haustið 1959.

Skólinn stórglæsilegur og vorið 1960 útskrifuðust fyrstu nemendurnir og vorum við fyrsti fyrstibekkurinn í Oddeyrarskóla.

Kom sér vel að eiga Bjart að vini og verndara þegar eldri strákarnir ætluðu að pína mig en Batti fór fyrir sjöttubekkjungum og lét marga hafa það en gætti sanngirni gagnvart litlum strákum og brást vel við þegar ég kom hlaupandi með önd í hálsi Batti hjálpaðu mér, strákarnir eru að pína mig!

Og eins gott að hafa á hreinu hvar maður var staddur á skólalóðinni svo sæi til sólar hverju sinni.

Það var allt morandi af gríslingum enda höfðu menn vart undan að barna konur sínar á hinum frjósama neðriparti Akureyrar þau misserin.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Maður með mönnum er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Ellefu bækur í jólagjöf

Jóhann Árelíuz skrifar
13. október 2024 | kl. 06:00

Hryllilega skemmtileg hryllingsbúð

Rakel Hinriksdóttir skrifar
12. október 2024 | kl. 18:00

Kjaftagleiðir Akureyringar

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 06:00

Eltu drauminn þinn – því draumar geta ræst

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 06:00

Geðheilsa á vinnustöðum

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2024 | kl. 10:00

Hinn fágæti rúmenareynir og ný ættkvísl reynitrjáa

Sigurður Arnarson skrifar
09. október 2024 | kl. 12:00