Fara í efni
Pistlar

Legið í gottinu

EYRARPÚKINN - 54

Mig dreymir um bláar og brúnar Akrakarmellur, núggat- og rjómatoffí, tuttuguogfimmaurakúlur, súkkulaðivindla og rauðar möndlur og fúlsa ekki við Heklustaur og sterku brenni.

Flestu má sporðrenna með gosi og passar ískalt og freyðandi Cream Soda sérlega vel með Mónubuffi sem er loftkenndara en Lindubuffið og ekki eins slæmt fyrir tennurnar.

Leita ég uppi svarta buddu mömmu hvurnin sem hún felur hana og vitja reglulega og fer vart í búð með móður minni að ég komi tómhentur heim.

Stend frekar á öskrinu og grenja svo til vandræða horfir rjóður út að eyrum.

Horfir búðarfólk og kellingar vorkunnaraugum á mömmu blessunina og hugsar Aumingja konan, hvurnin skyldi þetta enda?

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Legið í gottinu er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00