Jólin í eldgamla daga – Nökkvi Jón
JÓLIN Í ELDGAMLA DAGANökkvi Jón Stefánsson,10. bekk Lundarskóla skrifar
Jólin hjá foreldrum mínum voru afar skrítin finnst mér, þar sem mamma ólst upp á Akureyri og pabbi í Keflavík. Pabbi byrjaði að skreyta og undirbúa fyrir jólin þann 11. des á meðan mamma byrjaði 1. des. Aldrei var þó skreytt jólatréð fyrr en þann 23. bæði hjá mömmu og pabba. Pabbi trúði því að ef að hann væri ekki upp á sitt besta í hegðun þá myndi Grýla koma og taka hann. Mamma trúði alltaf á jólasveininn þar til eitt kvöld vakti hún fram að miðnætti til þess að góma jólasveininum en sá í stað þess ömmu setja nammi í skóinn hennar. Pabbi fór alltaf í kirkju klukkan tíu á aðfangadag en enginn svoleiðis hefð hjá mömmu. Hjá mömmu var alltaf reyktur lambahryggur í matinn en hjá pabba hamborgarhryggur. Nú í dag er oftast nautakjöt og bernaise hjá okkur og öllum finnst það mjög gott.

Jólin í eldgamla daga – Anna Lilja
Jólahefðirnar mínar – Kári Fannar
Hús dagsins: Aðalstræti 74
Hástig líffjölbreytni: Skóglendi