Jólahefðirnar mínar – Sigrún Dania
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Sigrún Dania Egilsdóttir Heinesen,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Í fjölskyldunni minni erum við með fullt af jólahefðum. Við bökum og skreytum myndakökur með allri mömmu fjölskyldu, förum í jólahúsið og fáum karmelluepli, fáum glæný jólanáttföt 1. nóvember, borðum möndlugraut heima hjá báðum ömmum mínum og öfum, skreytum jólatréð og svo er það auðvitað allur jólamaturinn. Við borðum alltaf kalkún á aðfangadag sem pabbi sér um að elda en ég og mamma búum til rjómasalatið saman. Okkur finnst reyndar skemmtilegast að smakka það til því við elskum rjóma.

Uppáhalds jólahefðin mín er að fara í sumarbústað á Ytri-Vík með mömmu fjölskyldu. Það er þá mín fjölskylda, öll systkini mömmu og fjölskyldur þeirra, amma og afi, systkini ömmu, börnin hjá systkinum ömmu, Jón frændi og fjölskyldur þeirra. Oftast erum við um 40-50 manns á öllum aldri. Það koma flestir á fimmtudegi og svo förum við aftur heim á sunnudegi. Í bústaðnum höfum við það notalegt saman og njótum samverunnar. Við spilum félagsvist á föstudagskvöldinu, skerum út laufabrauð saman og steikjum á laugardeginum og fáum svo hangikjöt og meðlæti um kvöldið. Einnig hlustum við á jólalög, spilum og horfum á jólamyndir ásamt mörgum ferðum í heita pottinn. Þetta er alltaf uppáhalds helgin mín á aðventunni og kemur mér í mjög mikið jólastuð.

Jólahefðirnar mínar – Ýma Rúnarsdóttir
Jólahefðirnar mínar – Þórdís Sunna
Jólin í eldgamla daga – Karen Lilja
Skógarpöddur