Jólahefðirnar mínar – Ýma Rúnarsdóttir
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Ýma Rúnarsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Loka dagarnir í nóvember og fyrstu dagarnir í desember fara í að skreyta inni og úti. Um miðjan desember förum við öll fjölskyldan pökkuð í útifötum út í Laugalandsskóg. Eftir að hafa fundið tréð okkar og sagað það gæðum við okkur á heitu kakói. Stuttu eftir að tréð er sett upp í stofunni hengjum við jólaseríuna í tréð.
23. desember byrja ballið. Í hádeginu er farið í skötu til ömmu og afa. Flestir fá sér skötu eða tindabykkju, mér finnst þessi matur ullabjakk og ég er alls ekki ein með þessa skoðun. Þess vegna er boðið upp á venjulegan soðin fisk fyrir okkar krakkana. Um klukkan sex á Þorláksmessu förum við í jólahúsið og þar finnum við einn glerfugl sem við veljum í sameiningu. Þegar fjölskyldan flutti norður voru þau færri og bræður mínir fengu að velja sitt hvorn fuglinn. Síðan bættust við systur í hópinn og það voru keyptir fjórir fuglar fyrst um sinn. Þetta gekk ekki upp því þessir gler fuglar eru dýrir og nú veljum við einn saman.

Þegar við komum heim frá jólahúsinu þá er jólatréð skreytt, það eru mun fleiri fuglar heldur en jólakúlur. Mér finnst það ofsa svalt. Aðfangadags morgun bíður pakki handa okkur systkinum sem er lang oftast spil. Í hádeginu er farið í möndlugraut hjá ömmu og afa. Það er ekkert nema spenna í loftinu og svakalegur keppnisskapur. Reglurnar í möndlugrautnum eru einfaldar t.d, ef ég fæ möndlu þá á ég ekki að segja það né sýna og á endanum er giskað á hver er með möndluna. Eftir möndlugrautinn er farið beinustu leið inn í eldhús að elda jólamatinn. Í jólamatinn er wellington, besti jólamaturinn. Það er reynt að borða klukkan sex en það fer ekki alltaf eftir áætlun. Eftir að hafa borða guðdómlegan góðan mat þá er sett í uppþvottavélina sem tekur að manni finnst óhemjutíma. Loksins er komið af pökkunum, það er svo tekin pása sem fer í að gæða sér á heimagerðum toblerone ís, síðan er haldið áfram. Þegar pakkarni klárast er horft á mynd og gjafirnar skoðaðar betur. Í fyrsta skiptið er pabbi að vinna á aðfangadagskvöld. Við fjölskyldan ætlum kannski að vera hjá honum í vinnunni en það fer eftir veðri.


Jólahefðirnar mínar – Sigrún Dania
Jólahefðirnar mínar – Þórdís Sunna
Jólin í eldgamla daga – Karen Lilja
Skógarpöddur