Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Katla Hjaltey

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAKatla Hjaltey Finnbogadóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Foreldar mínir eru fædd 1975 og 1978 þannig að þeirra minningar af fyrstu jólunum eru á 9. áratugnum, svona 80’s jól. Þau fóru oft í kirkju á jólunum en reyndar ekki á aðfangadag. Jólin voru frekar hátíðleg, það þurfti allt að vera fínt og það mátti ekki vera að leika sér eins mikið og í dag. Jólafötin voru oft heimasaumuð á þau. Að sjálfsögðu var kveikt á útvarpinu rétt fyrir kl. 18 þar sem jólin voru hringd inn og svo var hlustað á jólamessuna á meðan borðað var. Það var borðaður góður matur, mikið um jólaboð og margar sortir af smákökum bakaðar. Mamma borðaði rjúpur sem voru soðnar upp úr mjólk og svo var ísterta í eftirrétt, pabbi borðaði hamborgarahrygg og heimalagaðan ís í eftirrétt. Það var svo klassískur rækjukokteill í forrétt hjá þeim báðum.

Ásetningur á áramótum

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
30. desember 2025 | kl. 11:00

Jólahefðirnar mínar – Emilía Ósk

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólin í eldgamla daga – Melkorka Bríet

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólahefðirnar mínar – Halldís Alba

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólin í eldgamla daga – Helga Þórunn

29. desember 2025 | kl. 15:00