Fara í efni
Pistlar

Jólahefðirnar mínar – Emilía Ósk

JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Emilía Ósk Birkisdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar

Ég er í mjög mikilli hefðafjölskyldu sem þýðir að ég er með að minnsta kosti 10 hefðir. En ég ætla að segja frá 23. og 24. desember í minni fjölskyldu. Á Þorláksmessukvöldi förum við í Jólahúsið. Við systkinin megum velja okkur karamellur eða eitthvað annað. Eftir Jólahúsið förum við í lúgu í Leirunesti og fáum okkur pylsur og franskar. Þann 24. desember vöknum við og opnum pakkann í skónum. Við fáum alltaf náttföt frá Kertasníki, líka mamma og pabbi og við erum í náttfötunum í staðinn fyrir spariföt á jólunum. Þegar við erum búin að borða morgunmat förum við í ratleik sem pabbi er búinn að undirbúa fyrir okkur systkinin og í lokin fáum við pakka.

Síðan árið 2020 höfum við alltaf verið heima um jólin. Við borðum alltaf það sama á jólunum, það er aspassúpa í forrétt, kalkúnn í aðalrétt og allskyns góðgæti á meðan við opnum pakkana. Þegar við erum búin að borða þá fara mamma og pabbi að ganga frá eftir matinn á meðan förum við systkinin að ná í pakkana. Við erum með nokkrar reglur þegar við erum að ná í pakkana, það má ekki hlaupa, það má ekki kíkja á miðana á pökkunum og það má bara taka einn pakka í einu. Við erum með þessar reglur svo að við erum eins lengi og hægt er, því þá fá mamma og pabbi nægan tíma til að ganga frá eftir matinn. Þegar við erum búin að opna alla pakkana kemur systir mömmu og fjölskylda, bróðir mömmu og fjölskylda og amma, afi og Jón frændi öll til okkar að spjalla. Ég og frænka mín förum og sýnum hvor annari hvað við fengum í jólagjöf. Þegar allir eru farnir og nammið er búið í skálunum þá fer ég að hátta, tannbursta og sofa.

Ásetningur á áramótum

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
30. desember 2025 | kl. 11:00

Jólin í eldgamla daga – Katla Hjaltey

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólin í eldgamla daga – Melkorka Bríet

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólahefðirnar mínar – Halldís Alba

30. desember 2025 | kl. 10:00

Jólin í eldgamla daga – Helga Þórunn

29. desember 2025 | kl. 15:00