Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Björn Elvar Austfjörð,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Jólahefðirnar mínar eru margar og skemmtilegar. Við skreytum fyrst gluggana í byrjun aðventu og svo skreytum við meira inni um tveimur vikum fyrir jól. Jólatréð setjum við svo upp á Þorláksmessu og skreytum við öll fjölskyldan það saman. Þegar jólatréð er komið upp þá finnst mér jólin vera komin.
Áður fyrr fórum við alltaf að gera laufabrauð hjá ömmu og afa, en það stoppaði í nokkur ár. Fyrir tveimur árum byrjaði það svo aftur og síðan þá höfum við haldið í þá hefð. Ég hef ekki vanið mig á að fara í skötu á Þorláksmessu en hef farið síðastliðin tvö ár til frænku minni og þar gæti verið komin ný hefð.
Ég er með margar hefðir á aðfangadag. Ég vakna alltaf snemma með bróður mínum og við horfum á Grinch, eins og við höfum gert alveg frá því ég man eftir mér. Ég fæ mér einnig nammi úr jólasokknum, sem ég hef safnað í desember, á meðan við horfum á myndina. Í hádeginu fáum við möndlugraut og í verðlaun eru oftast einhver spil eða púsl. Amma og Afi koma svo til okkar um rétt fyrir klukkan sex. Við hlustum svo á jólamessu í útvarpinu og fljótlega eftir það er svo matur sem er alltaf hamborgarhryggur og meðlæti. Eftir matinn göngum við frá og förum svo að opna pakkana. Kvöldið endar svo á heimagerðum ís sem mamma býr til.
Þetta nokkrar af jólahefðunum mínum. Takk fyrir mig.
Jólin í eldgamla daga – París Hólm
Jólin í eldgamla daga – Magni Rafn
Litasjónvarp, gelgjubókmenntir og ægileg hlussa
Jólahefðirnar mínar – Brynja Dís