Fara í efni
Pistlar

Jói Víglunds

EYRARPÚKINN - 31

Kannski var mér ætlað að feta í fótspor nafna míns Jóhanns Víglundssonar úr Innbænum?

Las ég um Jóa í Tímanum en þar var mynd af honum á stærð við eldspýtustokk á forsíðunni.

Hafði Jói rofið þakið á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg við annan mann og fór um landið á stolnum jeppa og rændi brennivíni, bensíni og sígarettum.

Hann var stórhættulegur.

Voru strokufangarnir hirtir eftir tvo sólarhringa.

Jói Víglunds var frægasti glæpon á Íslandi og lék ljómi um hann í hugum okkar strákanna.

Jói óð í kvenfólki, Jói var ranglæti beittur, Jói var Hrói höttur.

Bárum við nokkra virðingu fyrir strákunum í Innbænum fyrir vikið því þeir voru kræfir og kölluðu ekki allt ömmu sína.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Jói Víglunds er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Geðheilsa aldraðra

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. september 2025 | kl. 12:30

Arnold Arboretum

Sigurður Arnarson skrifar
03. september 2025 | kl. 09:00

50 kall

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:30

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00