Fara í efni
Pistlar

Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA?

Jakob Frímann Magnússon þegar Stuðmenn kvöldu Sjallann á eftirminnilegum dansleik í nóvember árið 2014. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður með meiru, verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði, að því er vefmiðillinn Austurfrétt fullyrðir í dag.

Hvorki Jakob Frímann né Inga Sæland, formaður flokksins, hafa viljað staðfesta fréttina. „Það er umræða um þetta en það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun. Þetta skýrist kannski í dag eða á morgun,“ sagði Jakob við mbl.is í dag. Inga Sæland sagði við sama miðil: „Ég ætla ekki að fara skemma spennuna.“

Jakob er þekktastur fyrir áratuga starf í tónlist, ekki síst sem forsprakki hljómsveitarinnar Stuðmanna. Hann hefur lengi tekið þátt í stjórnmálastarfi og var um tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Jakob Frímann á ættir að rekja til Akureyrar. Móðurafi hans var Jakob Frímannsson, lengi kaupfélagsstjóri KEA og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.

Smellið hér til að sjá frétt Austurfréttar.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00