Fara í efni
Pistlar

Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA?

Jakob Frímann Magnússon þegar Stuðmenn kvöldu Sjallann á eftirminnilegum dansleik í nóvember árið 2014. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður með meiru, verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði, að því er vefmiðillinn Austurfrétt fullyrðir í dag.

Hvorki Jakob Frímann né Inga Sæland, formaður flokksins, hafa viljað staðfesta fréttina. „Það er umræða um þetta en það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun. Þetta skýrist kannski í dag eða á morgun,“ sagði Jakob við mbl.is í dag. Inga Sæland sagði við sama miðil: „Ég ætla ekki að fara skemma spennuna.“

Jakob er þekktastur fyrir áratuga starf í tónlist, ekki síst sem forsprakki hljómsveitarinnar Stuðmanna. Hann hefur lengi tekið þátt í stjórnmálastarfi og var um tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Jakob Frímann á ættir að rekja til Akureyrar. Móðurafi hans var Jakob Frímannsson, lengi kaupfélagsstjóri KEA og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.

Smellið hér til að sjá frétt Austurfréttar.

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30