Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA?

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður með meiru, verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði, að því er vefmiðillinn Austurfrétt fullyrðir í dag.
Hvorki Jakob Frímann né Inga Sæland, formaður flokksins, hafa viljað staðfesta fréttina. „Það er umræða um þetta en það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun. Þetta skýrist kannski í dag eða á morgun,“ sagði Jakob við mbl.is í dag. Inga Sæland sagði við sama miðil: „Ég ætla ekki að fara skemma spennuna.“
Jakob er þekktastur fyrir áratuga starf í tónlist, ekki síst sem forsprakki hljómsveitarinnar Stuðmanna. Hann hefur lengi tekið þátt í stjórnmálastarfi og var um tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Jakob Frímann á ættir að rekja til Akureyrar. Móðurafi hans var Jakob Frímannsson, lengi kaupfélagsstjóri KEA og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.
Smellið hér til að sjá frétt Austurfréttar.


Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Ólæst

Útí dokk

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?
