Fara í efni
Pistlar

Hver er munurinn á streitu og kulnun?

Fræðsla til forvarna - VIII

Streita (Stress): Er eðlilegt viðbragð við krefjandi aðstæðum. Maður finnur fyrir sálrænum og líkamlegum einkennum sem hverfa við hvíld eða góðan nætursvefn. Einkenni af þessu tagi eru ekki sjúkleg og kallast einfaldlega þreyta.

Kulnun (Burn-out): Er sálfræðileg lýsing á viðvarandi streituástandi með kvíða, depurð, skapbreytingum, svefntruflunum og hamlandi þreytu. Einkennin hverfa ekki við næturhvíld og trufla líðan dögum saman og jafnvel starfsgetu. Þetta hugtak á uppruna sinn í vinnusálfræði og er því oft tengt álagi í starfi.

Sjúkleg streita (Exhaustion disorders): Er viðvarandi ástand með andlegri og líkamlegri vanlíðan og örmögnun dögum saman í a.m.k tvær vikur, og vítahring með skorti á hvíld og endurhleðslu. Í þessu ástandi fer að bera á skerðingu í einbeitingu og minni með tilheyrandi truflun á starfsgetu og verulega skertu álagsþoli. Meira ber á skapbreytingum og pirringi og þar með eykst hætta á samskiptaerfiðleikum og dregur úr félagslegri færni. Ýmis óttavekjandi líkamleg einkenni geta fylgt s.s. þyngsl fyrir brjósti, suð í eyrum og verkir. Álagsþættirnir eru oftast bæði í starfi og einkalífi. Sjúkleg streita er talinn sjúkdómur og er hann flokkaður með álagsveikindum, aðlögunarvandamálum og áfallastreitu í greiningarkerfum geðlæknisfræðinnar.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Njósnir í skólastofunni

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
03. maí 2025 | kl. 07:45

Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu

Orri Páll Ormarsson skrifar
02. maí 2025 | kl. 11:00

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00