Fara í efni
Pistlar

Hjólreiðar

EYRARPÚKINN - 20

Ég lærði að hjóla á svörtu karlmannshjóli sem Nonni tók sér til handargagns niðrí hjöllum og hjólaði ég undir slánni.

Hlykkjaðist ég þannig tvöfaldur nokkra metra óstuddur á garminum og saug hróðugur uppí nefið blóðrisa á hnjám og í framan.

Svo keypti ég gamla hjólið hans Gulla og málaði blátt með hvítum skermum.

En aldrei tókst mér að komast fyrir skröltið í fák frænda míns heldur lék skrúfan sem hélt uppi framskerminum lausum hala hvurnin sem ég herti að henni og truflaði þegar ég þaut um götur Eyrinnar og mjúka troðninga túnsins.

Festi ég skerminn með snæri en dugði ekki til á holóttum brautum og gekk skár með breiðu einangrunarlímbandi svörtu.

En auðvitað aftraði skröltið mér ekki heimsókna í Þorpið, Innbæinn og uppá Brekkurnar báðar.

Þvoði ég gjarðirnar með stálull uns þær skinu eins og speglar við morgunsólinni óflekkaðar af ryði.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Hjólreiðar er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Þannig týnist tíminn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. desember 2025 | kl. 10:00

Aðventukvíði í rafmagnaðri jólapeysu

Rakel Hinriksdóttir skrifar
07. desember 2025 | kl. 14:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00

Helstu elritegundir

Sigurður Arnarson skrifar
03. desember 2025 | kl. 09:30

Veldu þinn takt á aðventunni

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
02. desember 2025 | kl. 06:00

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00