Fara í efni
Pistlar

Heilsutengd lífsmarkmið

HEILSUEFLING – IV

Markmið og markmiðasetning

Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Það er því mikilvægt að setja heilsunni markmið. HEILSUTENGD LÍFSMARKMIÐ! Getur verið að við þurfum að endurmeta hvernig við höfum verið að sinna heilsunni? Hvaða leiðir er mögulegt að fara til að bæta heilsuna? Þarf ég að huga betur að fjölskyldunni, félagslegum þáttum og eigin líðan? Mikilvægt er að setja þessum þáttum markmið til að lifa og vinna eftir.

Skilgreining á markmiðasetningu vísar til áhrifa þess að setja sér markmið um ókomna frammistöðu. Rannsakandinn Edwin Locke komst að því að einstaklingar sem settu sér sértæk en krefjandi markmið stóðu sig betur en þeir sem settu sér almenn, auðveld og oftast óskilgreind markmið. Locke lagði til fimm lykilatriði um markmiðasetningu. Að þau væru skýr, að markmiðum fylgdi áskorun og skuldbinding, að þau hefðu í för með sér ákveðna endurgjöf um árangur og að leiðir að markmiðum væru fjölbreyttar.

Markviss markmiðasetning

Markviss markmiðasetning eykur sjálfsöryggi og áhuga, gefur tækifæri að fylgjast betur með því hvernig okkur fer fram og hvernig við komumst nær því sem við erum að sækjast eftir. Skipta má markmiðum í skammtíma og langtíma markmið. Markmið til skemmri tíma eru markmið sem nást innan fárra vikna eða mánaða en langtíma markmið er þau markmið sem eru í meiri fjarlægð og tekur lengri tíma að ná.

Tilgangur markmiðasetningar er að halda okkur upplýstum um hvað við viljum, á hvaða áfangastað við viljum komast eða hvaða árangri við viljum ná. Þetta er allt í okkar höndum! Ein tegund markmiða eru svonefnd SMART-markmið. Markmið þessarar nálgunar eins og annarra er að hjálpa okkur að ná betri stjórn á lífinu. Ef við fylgjum ákveðnum reglum og náum að einbeita okkur betur að mikilvægum þáttum þá náum við frekar að ljúka við markmiðin á árangursríkan hátt og á réttum tíma.

  • S = Sérhæf

Sérhæf markmið geta átt við ýmis atriði sem við viljum leggja áherslu á og eru til dæmis atriði í daglegu lífi sem tengd eru starfi okkar eða fjölskyldu.

  • M = Mælanleg

Mælanleg markmið geta verið af ýmsum toga. Hér er mikilvægt að geta fest ákveðna tölu við markmiðin sem við setjum okkur þannig að þau verði mælanleg.

  • A = Athafnamiðuð og yfirstíganleg

Athafnamiðuð markmið knýja okkur til aðgerða. Ef við höldum okkur við daglega hreyfingu þá er mikilvægt að við setjum upp skipulag. Hvar og hvenær við ætlum að fara að hreyfa okkar? Ætlum við að vera utanhúss, í ræktinni eða sundlauginni svo dæmi sé tekið.

  • R = Raunhæf og viðeigandi

Markmiðin þurfa að vera raunhæf og að möguleiki sé að ná þeim þó svo að við þurfum aðeins að leggja á okkur til að þau verði að veruleika.

  • T = Tímasett

Mikilvægt er að markmiðin séu tímasett. Við þurfum að vita hvenær hefja á ferlið og hvenær markmiðinu á að ljúka.

Árangursrík framsetning markmiða

Æskilegt er að hafa í huga nokkur atriði varðandi markmiðasetningu. Skýr, skrifleg og mælanleg markmið eru lykilatriði. Slík markmið nást frekar en illa skilgreind og óskráð. Árangursríkustu markmiðin þurfa að hafa ákveðið tímaferli, bæði upphaf og endi. Einnig er gott að markmiðin hafi ákveðið erfiðleikastig þannig að það verði áskorun að ná þeim. Við þurfum að skuldbinda okkur með einum eða öðrum hætti við markmiðaferlið. Við getum deilt markmiði okkar með einhverjum öðrum, það eykur ábyrgð okkar og vilja til ná markmiðinu.

Gangi þér vel!

Janus Guðlaugsson er PhD-íþrótta- og heilsufræðingur

Lífið í skógarmoldinni

Sigurður Arnarson skrifar
29. febrúar 2024 | kl. 06:00

Geðdeild, sjálfshjálparnámskeið eða dómssalur?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 16:20

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hús dagsins: Strandgata 19 b; Laxamýri

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 06:00

Malarvöllur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
26. febrúar 2024 | kl. 11:30

Framúrskarandi Gaukshreiður

Skapti Hallgrímsson skrifar
26. febrúar 2024 | kl. 10:00