Fara í efni
Pistlar

Handbolti: Enn einn heimasigur KA-manna

KA vann sinn fimmta heimasigur í röð í handboltanum og stuðningur dyggra áhangenda vegur þungt í þeirri velgengni. Mynd: FB-síða KA.

KA fékk Selfyssinga í heimsókn í KA-heimilið í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Heimamenn voru allan tímann með forystuna í leiknum og unnu sannfærandi sigur, 33:28. KA situr í 4. sæti deildarinnar eftir 12 umferðir.

KA-liðið lék afar vel í fyrri hálfleik og náði snemma góðri forystu. Munurinn varð mestur sjö mörk en í leikhléi var staðan 21:15 KA í vil. Selfyssingar bitu meira frá sér eftir hlé og þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var munurinn kominn niður í þrjú mörk, 24:21. KA skoraði því ekki nema 3 mörk fyrsta korterið í seinni hálfleik, enda varði Alexander í marki gestanna eins og berserkur eftir hlé. En KA-menn hrukku aftur í gang og juku forskotið á ný, þannig að sigurinn var aldrei í hættu. Fimm mörkum munaði í leikslok, 33:28.

KA-heimilið sannkölluð gryfja

Þetta var fimmti heimasigur KA í röð og gott gengi liðsins á heimavelli er ekki síst góðum stuðningi áhorfenda að þakka en KA fær fleiri áhorfendur á sína heimaleiki en nokkurt annað lið í deildinni. Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, aðeins tveimur stigum frá toppliðunum. Næsti leikur KA er einmitt gegn Haukum, öðru toppliðanna, í Hafnarfirði næstkomandi miðvikudagskvöld. Haukar eru einmitt eina liðið sem hefur sótt sigur í KA-heimilið þennan veturinn.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7 (1 víti), Giorgi Dikhaminjia 7, Morten Linder 6 (1 víti), Einar Birgir Stefánsson 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Arnór Ísak Haddsson 2, Aron Daði Stefánsson 1, Logi Gautason 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 13.

Mörk Selfoss: Anton Breki Hjaltason 9, Jason Dagur Þórisson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 3 (1 víti), Valdimar Örn Ingvarsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Árni Ísleifsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (2 víti).

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz

Staðan í deildinni

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00