Fara í efni
Pistlar

Fram á rauðan morgun

EYRARPÚKINN - 62

Mamma baðar mig í vaskinum hvíta á laugardagskvöldi þegar danslag frá fyrri tíð hljómar á öldum ljósvakans. Hún leggur frá sér skrúbb og sápu, stígur nokkur spor á bónuðu eldhúsgólfinu og syngur með útvarpinu.
 
Meðan ég enn er frá og létt á fæti
fer ég í dans því ég elska rall.
Heila nótt ég hoppað líka gæti,
húrra nú ætti að vera ball.
 
Sjaldan ljómuðu augu móður minnar skærar en þegar hún sagði mér frá dansleikjum ungdómsins á Vopnafirði en kvenfélagsböll voru það kölluð þegar kvenfélagið boðaði til dansleikja og gékk merarseðill um böllin milli bæja.
 
Fólk reið langa vegu á dansinn og dansaði meðan nóttin entist og spilarar gátu uppi staðið, menn drukku Íslenskt brennivín frá Seyðisfirði og kaffisala kvenfélagsins var fastur liður.
 
Góðglaðir sungu bændur með búaliði.
 
Dansiði þið kóngar og kotungar,
kaupmenn, sjómenn og borgarar.
 
En þá var farið að morgna og mál að halda heim eftir síðasta tangóinn á Hofi þó ekki mætti gleyma vangadansi lokalagsins
 
Besti vinur bak við fjöllin háu
blærinn flytur mín kveðjuorð til þín.
 
Á kvenfélagsballi krækti pabbi í mömmu enda mátt vera dauður maður sem ekki hefði hrifist af kátínu Jónu sem hún sveif í dansinum nett og rjóð, raf brúnna augna logandi undir svörtu hári.
 
Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.
 
    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Fram á rauðan morgun er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Af hverju hanga greinar hengibjarka?

Sigurður Arnarson skrifar
28. janúar 2026 | kl. 11:00

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Hinn gullni meðalvegur

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
27. janúar 2026 | kl. 09:30

Móðir mín í kví kví

Jóhann Árelíuz skrifar
25. janúar 2026 | kl. 06:00

Hús dagsins: Norðurgata 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. janúar 2026 | kl. 06:00

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00